Tyler Anne Snell

Sannur faðir
Sannur faðir

Sannur faðir

Published Júní 2018
Vörunúmer 6. tbl 2018
Höfundur Tyler Anne Snell
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Þetta er eitthvað skrítið.
Kelli Crane leit á eiginmann sinn og dæsti.
–Þú hefur ekkert uppúr því að gera grín að mér, Victor, sagði hún. –Ekki pota í birnuna.
–Af því að hún gæti potað á móti?
Hann kom inn í svefnherbergið í bústaðnum, þar sem hún hafði látið fara vel um sig með bók, og settist á rúmið. Victor Crane var að nálgast fertugt en hafði ekki átt í neinum vandkvæðum með að halda strákslegu útliti sínu. Hávaxinn og grannur, með ljósrautt hár sem framlengdi sólargeislana sem skinu inn um gluggana, og augu sem minntu á bláma
himinsins. Kelli gat stært sig af sömu birtunni, en á annan hátt–með ljósbrúnt hár, grágræn augu og sólbrúna húð. En stundum þegar hún horfði á Victor fannst henni sín eigin fegurð fölna. Þau höfðu verið gift í hálft annað ár og hún velti því fyrir sér hvernig börnin þeirra myndu líta út.
–Ef þú ætlar að halda áfram að gera grín að því að ég vilji tryggja öryggi þitt skal ég
svo sannarlega pota í þig.
Victor fórnaði höndum. –Þú ræður þessu alveg, ástin mín.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is