Flýtilyklar
Tyler Anne Snell
Skipt um hlutverk
Lýsing
Sannleikurinn var sá að konan sem var nýkomin í veisluna var ekki héðan en það var ekki allur sannleikurinn. Af hverju var hún komin hingað?
Var hún væntanlegur stuðningsaðili einhverra af góðgerðasamtökunum sem þau unnu með?
Hafði hún komið til að spyrja út í reksturinn á samtökunum Second Wind fyrst þau höfðu flutt starfsemi sína í litla bæinn Overlook í Tennessee?
Var hún fjölmiðlakona? Með einhverjum í veislunni?
Desmond Nash reyndi að halda athyglinni við gestina sem höfðu þyrpst í kringum hann eins og hann væri sýningardýr í dýragarði en það var erfitt að líta af konunni sem gekk um salinn eins og hún væri þaulvön svona atburðum. Desmond fannst hún líkjast sjávardís þegar hann horfði á hana.
Sítt rautt hár sem liðaðist yfir axlirnar og niður á bakið eins og vatnsfall, augabrúnir í stíl og óræð dökk augu sem löðuðu Desmond til sín þó að það væri langt á milli þeirra. Hún var á háum hælum og hann hugsaði að hann þyrfti sennilega að horfa aðeins niður fyrir sig til að horfa í þessi dökku augu.
Áhuginn var ekki bundinn við þetta eingöngu. Hún var sjálfsörugg og þokkafull í hreyfingum. Eins og aðrir í veislunni var hún spariklædd. Svart silkið myndaði andstæðu við fölt og freknótt hörundið, hálsmálið var flegið og efnið lagðist þétt að mjöðmunum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók