Flýtilyklar
Tyler Anne Snell
Uppgjörið
Lýsing
Dagurinn hjá Declan Nash var ekkert sérstakur. Það hellirigndi en ekki nóg með það, gamli og trausti pallbíllinn hafði ákveðið að hætta að vera traustur. –Svona nú, Fiona. Hann strauk mælaborðið og reyndi að lokka bílinn til að hætta að hósta og gefa frá sér óheillavænlegt skrölthljóð. Fordbíllinn Fiona tók ekkert mark á honum. Declan játaði ósigur sinn með því að beygja inn á næstu afrein. Það var bensínstöð við endann á henni og hann ók upp að henni og andvarpaði. –Eftir allt sem við höfum þurft að þola ákveður þú að pakka saman núna? Hér af öllum stöðum? Borgin Kilwin í Tennessee var í klukkustundarfjarlægð frá þeim eftir þjóðveginum sem þýddi að Overlook, heimabærinn hans, var í 80 mínútna akstursfjarlægð í hina áttina. Hann var reyndar ekki á heimleið. Hann var lögreglustjórinn í Wildmansýslu en hér og nú var hann ekkert annað en maður sem var nýkominn í frí. Eða reyndi það að minnsta kosti. Declan andvarpaði inni í bílnum. Dökkblái kúrekahatturinn, sem hann notaði bara á frídögum sem þýddi að hann gekk eiginlega aldrei með hann, lá á farþegasætinu og gerði gys að honum. –Þú verður regnhlíf bráðum, sagði hann við hattinn. Hann steig út og opnaði vélarhlífina. Regnið skemmti sér við að rennbleyta hann á meðan. Reykjamökk lagði upp úr vélinni og hann fann sterka olíulykt. Declan fór að bílstjórahliðinni aftur og sótti símann sinn. Um leið dó á inniljósinu. Straumlaus
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók