Flýtilyklar
Brauðmolar
Welcome to Starlight
-
Hjúskaparmiðlarinn
Himinninn var heiður þennan fagra sumardag í bænum Starlight í Washington-ríki. Ella Samuelson var í skapi til að berja eitthvað. Hún var fegin að vilja fá útrás fyrir reiði sína á einhverjum vesalings, grunlausum, dauðum hlut en ekki lifandi mannveru. Var það ekki merki um þroska og sjálfsstjórn? Verst að hún skyldi ekki geta hamið tilfinningarnar jafn hratt og hún gat stjórnað hvötum sínum. Hún stóð yst í mannþrönginni á helgarhátíðinni til heiðurs móður hennar sálugu og stuðningi hennar við listalífið í snotra bænum við rætur Cascade-fjalla. Ella ætti að vera ánægð. Hún ætti að minnsta kosti að vera sátt og finna fyrir stolti. Hún var nýbúin að tilkynna hvaða listamenn hlytu styrkina sem banki fjölskyldunnar veitti. Faðir hennar hóf að styðja hið skapandi samfélag í Starlight, einkum sumarlistahátíðina, fljótlega eftir að kona hans lést. Með því vildi hann heiðra minningu hennar. Það var göfugmannlegt af honum, en göfgi hafði ekki skipt Ellu máli þegar hún var unglingur. Hún hafði misst hina blíðu og þolinmóðu mömmu sína í hræðilegu bílslysi. Ella og Finn, stóri bróðir hennar, höfðu verið í bílnum líka og ekki getað á heilum sér tekið. Jack, faðir þeirra, var yfirkominn af sorg og árum saman var hann
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjallabúarnir
Tessa Reynolds andaði djúpt að sér gufunni í loftinu og reyndi síðan að verjast hóstanum. Hún einbeitti sér að því að anda eðlilega og minnti sig á að þetta væri bara svolítill hósti og ofur eðlilegur. Heilsuhraust fólk hóstaði líka. Hann var ekki endilega merki um að eitthvað væri að. Samt sló hjartað ört í brjósti Tessu. Hún var nefnilega ekki heilsuhraust. Reyndar var hún orðin það núna, en jafnvel þriggja ára góð heilsa dugðu ekki til að eyða afleiðingum tuttugu ára ólæknandi nýrnaveiki. Hún dýfði hendinni í vatnið í heitu uppsprettunni þar sem hún sat. Þó að það væri miður apríl í Cascade-fjöllunum í vestanverðu Washingtonríki hafði þessi dagur verið óvenju svalur. Meðal annars þess vegna hafði Tessa gengið tvo og hálfan kílómetra frá bústaðnum sínum að heitu lauginni sem hún kannaðist við síðan í bernsku. Þegar hún var yngri hafði hún ekki getað gengið alla þessa leið. Minningin um það er frænka hennar og systir skildu hana eftir voru eins og kláði sem hún náði ekki að klóra í. Brátt tæki að rökkva og hitastigið lækkaði jafnt og þétt. Hún yrði að fara upp úr mjög fljótlega ef hún ætlaði að komast til baka upp hálsinn áður en myrkrið skylli á. Hún var komin til smábæjarins Starlight til að byrja upp á nýtt og verða eitthvað annað en veika stúlkan Tessa. Verða ótemjan sem hún hafði alltaf álitið sig vera. En það var munur á ótemju og heimskingja. Aðeins þeir síðarnefndu myndu halda sig úti í þéttum skógi í myrkri.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ráðabrugg
Corey Hall gekk til mannsins sem var nýfarinn út úr hálfdimmri kránni og reyndi að láta sem sér fyndist stærð hans og kraftar ekki yfirþyrmandi. Hann var hár og íþróttamannslega vaxinn, enda fyrrverandi atvinnumaður í amerískum fótbolta. Í daufum bjarmanum frá ljósastaurnum var erfitt að sjá andlitsdrættina, en hún vissi að í dökka hárinu voru gylltar rendur af því tagi sem eiginkonur íþróttamanna eyddu gjarnan fúlgum fjár í að fá á hárgreiðslustofum. Cory sá að hann hafði ekki rakað sig í nokkra daga og að jakkinn undirstrikaði vel breiðu herðarnar. Hann sneri sér að dyrunum án þess að taka eftir henni. Hún var svo sem vön því að vera ósýnileg þannig að það kom henni ekki á óvart. –Það er lokað, sagði hann og röddin bergmálaði í kyrrðinni. Hann hafði þá tekið eftir henni. En hann hafði ekki fyrir því að snúa sér frá hurðinni sem hann var að læsa. Annaðhvort átti Jordan Schaeffer ekki von á vandræðum að kvöldlagi í smábæ eins og Starlight í Washingtonríki eða taldi víst að hann myndi ráða við árásarmennina. En Cory var í þann veginn að baka honum svo mikil vandræði að hann myndi óska þess að hafa farið gætilegar.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Töfrar jólanna
Brynn Hale leit á úrið sitt. Hún var orðin fimmtán mínútum of sein á hádegisverðarfundinn. Á símaskjánum stóð enn skýrum stöfum efst í vinstra horninu að ekkert samband væri þarna að hafa. Hún reyndi enn að snúa lyklinum í svissinum en án árangurs. Aðeins heyrðust nokkrir litlir smellir. Hún bölvaði lágt og fékk óðara samviskubit. Móðir hennar hafði snemma innrætt henni að blótsyrði væru ekki konum sæmandi. Brynn hafði reyndar valdið mömmu sinni vonbrigðum á mörgum sviðum, en yfirleitt gætti hún þó tungu sinnar. Nú hafði hún hins vegar fyllstu ástæðu til að bölva og ragna. Í fjarska heyrði hún hljóð í bílvél. Það var í fyrsta sinn sem hún varð vör við mannaferðir frá því að gamla Toyotan hennar neitaði að fara í gang á þessum fáfarna fjallvegi. Hún steig út úr bílnum, sem hún hafði lagt á öxlinni nálægt krappri beygju sem gekk undir nafninu Djöflavör og andaði að sér fersku og svölu fjallaloftinu. Staðurinn var bara um þrjátíu kílómetra frá bænum Starlight í Washingtonríki, en þar hafði Brynn átt heima frá fæðingu, sem sagt í tuttugu og átta ár. Það hafði aldrei verið ætlun hennar að setjast að í bænum. En fæst í lífi hennar hafði svo sem farið eins og hún hafði vonað eða gert ráð fyrir. Hún hafði gert það besta
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ný framtíð
Svalandi septembergolan lék sér að hárinu á Möru Reed, sem dró andann djúpt og reyndi að slaka á. Svitinn milli herðablaðanna var ástæðulaus, en hann lak niður eftir bakinu á henni og skeytti því engu þótt hlýtt væri í veðri miðað við árstíma. Litríkar blöðrur dingluðu í spottum sem bundnir höfðu verið við handriðið á pallinum við tvílyfta múrsteinshúsið sem hún og dóttir hennar gengu nú að. Raddir bárust af baklóðinni, hlátrasköll og ánægjuóp barna. Hún bjóst við að þar væru saman komnir ættingjar og vinir. Af einhverjum ástæðum fór um hana hrollur. Stundum var fjári erfitt að kreista fram bros og setja upp sinn besta geðblöndunarsvip. –Mamma, hvað er að? Hin fimm ára gamla Evie hnyklaði brýnnar undir gleraugunum og þrýsti hönd Möru. Áhyggjurnar skinu út úr stóru, brúnu augunum. –Við erum of seinar í veisluna hennar Önnu. Viltu kannski ekki fara? Mara brosti við dóttur sinni og fann að hún roðnaði. –Auðvitað förum við í veisluna. Við erum komnar og það verður voða gaman. Við fáum köku og ís og Josh sagði að það væri hoppukastali
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sáttmálinn
–Skál fyrir minningu Daniels. Finn Samuelson og Parker Johnson klingdu bjórflöskum. Síðan leit Finn eftirvæntingarfullur á Nick Dunlap. Nick hristi höfuðið. Í þögninni heyrðist snarkið í eldstæðinu í garðinum hans. Tíu ár voru liðin síðan Finn hafði hitt þessa tvo bestu vini sína úr miðskólanum í heimabæ þeirra. Í áratug hafði hann ekki stigið fæti í bæinn Starlight í Washingtonríki. Honum fannst slæmt að það skyldi hafa þurft andlát skólabróður þeirra til þess að hann sneri aftur heim. Það bættist við langan lista yfir það sem hann hafði séð eftir um dagana. –Svona nú, Nick, sagði Parker. –Daniel er dáinn og enginn á það skilið, þrátt fyrir það sem kom í ljós. Þú getur heiðrað minningu hans án þess að bregðast Brynn. Finn sá að Nick tók svo fast um bjórflöskuna að hnúarnir hvítnuðu, en að lokum lyfti hann flöskunni. –Skiptir engu, tautaði hann. –Ég veit of mikið til að geta trúað því að Daniel Hale hafi á nokkurn hátt verið heiðvirður maður. –Ertu búinn að tala við Brynn? spurði Finn. –Ég bankaði náttúrulega upp á um miðja nótt til að færa henni þær fréttir að maðurinn hennar hefði misst stjórn á bílnum sínum við Djöflahöfn og gert hana að ekkju og einstæðri móður, sagði Nick og hristi höfuðið. –Það var eiginlega allt og sumt. Finn hafði margoft ekið eftir hlykkjótta veginum yfir
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.