Flýtilyklar
Verndarar Battle Montain
Glæfraspil
Lýsing
Þremur mánuðum fyrr...
–Þú átt eftir að grátbiðja um meiri sársauka eftir að ég hef lokið mér af.
Chloe Pascale reyndi að opna augun og deplaði augnlokunum gegn birtunni.
Tré. Snjór. Kuldi. Hún var með dúndrandi hjartslátt og fann fyrir honum alla leið
upp í höfuð.
Fótatak barst henni til eyrna þar sem hún reyndi að kalla fram það síðasta
sem hún mundi. Hún hafði verið úti að skokka á slóðanum nálægt heimili sínu.
Svo... Óttaslegin kreppti hún hnefana.
Hann hafði komið út frá skóginum og...
Hún vætti varirnar því hún var svo þurr í munninum. Með hverju hafði hann deyft hana og hversu mikið magn hafði hann
notað? Meðvitundarleysið bráði af henni og hræðilegur raunveruleikinn rann upp fyrir henni.
–Hvar er ég?
Það brakaði í dauðum laufum undan fótataki til vinstri við hana. Hún sá óljóst móta fyrir útlínum árásarmanns síns. Svört lambhúshetta. Hávaxinn og grannleitur.
Ókunnug rödd. Svartar gallabuxur. Það
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók