Flýtilyklar
Verndarar -RIKER COUNTY-
Mæðgurnar
Lýsing
Billy Reed horfði á líkið og óskaði þess að hann gæti kýlt eitthvað. Mjög fast.
–Þetta er fáránlegt, sagði Suzy, sem stóð við hliðina á honum. –Hún er ekki einu sinni orðin fullveðja.
Félagi hans hafði lög að mæla. Courtney Brooks hafði orðið sextán ára fyrir hálfum mánuði. Bíllinn sem hún fannst í var afmælisgjöf frá pabba hennar. Það vissi Billy vegna þess að hann hafði kannast við stúlkuna lengi. Hún tilheyrði einni af mörgum fjölskyldum í Carpenter í Alabama sem höfðu búið þar kynslóðum saman.
Nú lá hún örend í aftursætinu á gamalli Hondu.
–Er búið að láta foreldrana vita? spurði Billy.
Hann hafði komið á staðinn fimm mínútum á eftir félaga sínum. Suzanne Simmons. Umferðin hafði verið þung og þegar
hann loksins komst á vettvang voru þar fyrir bráðaliðar, lögregluþjónninn sem svarað hafði tilkynningunni og drengurinn
sem hafði fundið líkið. Þau stóðu öll í kringum bílinn og biðu þess sem koma skyldi.
–Nei, Rockwell vildi hringja í þá, svaraði Suzy.
Billy lyfti brúnum. Hví skyldi lögreglustjórinn vilja gera það sjálfur? Hann var ekki einu sinni kominn á glæpavettvanginn.
Suzy tók eftir svipnum á honum. –Þeir pabbi hennar renna
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók