Flýtilyklar
Verndarar -RIKER COUNTY-
Úlfakreppa
Lýsing
Dane heyrði símtalið um leið og Rachel.
Bæði sátu á skrifstofu lögreglustjóra. Allmargir aðrir heyrðu það sem mennirnir höfðu að segja.
–Þessir menn eru syndarar, hrópaði maðurinn í símann.
Kveikt var á hátalaranum. –Það er hinn heilagi sannleikur.
Alveg eins og bærinn og sýslan. Og ríkið. Þetta eru allt saman syndarar.
Dane kreppti hnefann. Það var ekki fyrr en Rachel tók um höndina á honum að hann slakaði ofurlítið á. Giftingarhringurinn hennar nam ískaldur við húð hans.
–Af hverju tókuð þið þá? spurði Rockwell lögreglustjóri.
–Þeir voru á leiðinni í betrunarhús. Þið komuð í veg fyrir að réttlætið næði fram að ganga.
Maðurinn svaraði að bragði, eins og hann hefði æft samtalið. –Þeir eru fulltrúar spillingarinnar, sem hefur tekið völdin, sagði hann hárri röddu. Auðheyrt var að hann hafði mikið álit á sjálfum sér. –Við erum Frelsarar Suðurríkjanna og fulltrúar afleiðinga þessarar spillingar. Við erum svarið. Við munum sýna þessum bæ að spillingin verður ekki umborin lengur. Þessir
syndarar eru bara byrjunin. Við munum hreinsa bæinn af synd og spillingu.
Rachel tók fast um höndina á Dane. Þeir lögreglustjórinn litu hvor á annan. Rockwell var traustur maður sem Dane, staðgengill hans, var þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með á undanförnum árum. Hann var sanngjarn, gagnorður og
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók