Flýtilyklar
Brauðmolar
Virna DePaul
-
Blekkingarleikur
Þegar Linda Delaney vaknaði var hún bjartsýn á lífið og
ástina. Engu að síður togaði svefninn hana til sín á ný. Hún
ýtti honum frá sér og þráði faðmlag ástmanns síns. Ekkert
var eins gott og að kúra í faðminum hans.
Hún bylti sér og ætlaði að hjúfra sig upp að Tony undir
hlýrri sænginni en fann hann ekki. Um leið varð hún hrædd.
Skelfingu lostin.
Hún galopnaði augun og settist upp. Hún var ein í rúminu.
Þegar hún leit á klukkuna sá hún að hún var bara þrjú. Svefn
herbergisdyrnar voru hálfopnar svo að ljósið af ganginum
smaug inn. Tony hafði sennilega smogið fram jafn hljóðlega
og ljósið og gætt þess vandlega að vekja hana ekki.
Hún lokaði augunum og reyndi að bægja hugsunum sínum
frá sér. Grunsemdunum. Tilhugsuninni um svik. Því sem hún
vissi að hún yrði að gera. En það stoðaði ekkert.
Tony gæti verið að horfa á sjónvarpið. Hann gæti verið að
lesa. Hann gæti verið að gera hitt og þetta, allt saman siðlegt
og venjulegt, en innra með sér vissi hún að hann hafði læðst í
burtu af einhverjum öðrum ástæðum. Til að hafa samband
við birginn sinn. Til að skipta á peningum og deyfilyfjum
sem tóku burt manninn sem hún unni og skildu eftir ókunnan
mann í staðinn.
Samkvæmt Tony hafði hann einskis neytt síðan rúmu ári
áður en þau hittust. Hún hafði ákveðið að trúa honum, enVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Vá fyrir dyrum
Joel er dáinn.
Dominic Jeffries rannsóknarlögreglumaður starði á félaga sinn
Cameron Blake og hélt að sig væri að dreyma. Klukkan var bara
rúmlega sex að morgni og ekki liðnir átta tímar síðan hann lauk
síðasta leyniverkefni. Hann og besti vinur hans, Joel Bustamante,
höfðu ákveðið að hittast til að fá sér einn drykk. Þó að Dom
hefði verið fjarverandi í hálft ár varð fundurinn að vera stuttur
því að Dom þurfti á þrennu að halda hið fyrsta: rúmi til að sofa í,
konu til að halda utan um í nokkra tíma og næsta verkefni, áður
en honum dytti í hug að kryfja líf sitt og hvert það stefndi. Joel,
sem nýlega hafði fengið stöðuhækkun og var nýkvæntur og hamingjusamur,
hafði sömuleiðis ekki getað beðið eftir að komast
heim til Tawny, konu sinnar.
Eftir að þeir höfðu rætt um starfið og hann svo hlustað á Joel
dásama þann lífsstíl að gerast ráðsettur og eiga konu hafði Dom
að lokum áskotnast rúm, misst áhugann á konunni og verið
reiðubúinn að takast á hendur næsta verkefni, þó ekki það sem
Joel vildi að hann tæki að sér, síðar um daginn.
En núna? Dom stóð í stofunni sinni, ber að ofan og í víðum
buxum, með hárið ofan í syfjuðum augunum og varð að hafa sig
allan við svo að hann kiknaði ekki í hnjáliðunum.
Hann hafði fengið vægan fyrirboða um að vandræði væru í
aðsigi þegar hann kvaddi Joel í gærkvöldi. Enda hafði Joel gert
honum úrslitakosti: annaðhvort færi Dom í frí eða sættist á að
gæta dómara sem kynni að hafa óhreint mjöl í pokanum, vera íVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Óminni
John Tyler sat fyrir framan húsið sitt og hljóð frá veislunni innandyra bárust út til hans. Hann lokaði augunum, reyndi að finna huggun í myrkrinu. Þess í stað fannst honum hann vera innilokaður og gat ekki gleymt skilnaðarorðum Tinu Cantrell. Lily er góð stelpa. Of góð fyrir þig. Ef þér þykir vænt um hana skaltu senda hana heim og halda þig frá henni.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.