Flýtilyklar
Wendy S. Marcus
Tvöfalt leyndarmál
Published
1. ágúst 2013
Lýsing
Kannski var til einföld leið til að útskýra af hverju hún hafði þóst vera tvíburasystir sín, tælt karlmann í rúmið til sín með blekkingum og farið úr bænum án þess að segja nokkrum. Kannski var til einföld leið til að útskýra það án þess að hljóma eins og tillitslaus og siðlaus drusla. En Jena Piermont fann leiðina ekki. –Þú hefur verið heima í tvær vikur, sagði Jaci, tvíburasystir Jenu, og hallaði sér aftur í sófanum til að geta lyft fótunum upp á sófaborðið.