Flýtilyklar
WILD ROSE
Barnsfaðirinn
Lýsing
Þetta byrjaði allt með sakleysislegu daðri.
Reyndar var Payton Dahl alveg hætt að daðra. Daður leiddi of auðveldlega til skyndikynna. Skyndikynni urðu
oft að ástarsambandi og þessa dagana þurfti hún ekki á rómantík að halda, ekki einu sinni stuttum samböndum.
Raunar höfðu flest samböndin hennar verið þannig. Hún varði kvöldunum í að þjóna á bar og dögunum annaðhvort
i að hjálpa til á fjölskyldubúinu eða sitja við fartölvu.
Í rúma níu mánuði, frá janúar fram í október, hafði Payton staðið við það heit að koma ekki nálægt karlmönnum. Vissulega höfðu kynþokkafull bros og seiðandi augu freistað hennar oftar en einu sinni, en hún hafði staðist
freistingarnar. Í höfðinu á Payton bjuggu sögur sem hún ætlaði að skrifa. Það krafðist sjálfsaga og mánuðum saman
hafði hún beitt sig hörðu og einbeitt sér að verkinu.
En eitt miðvikudagskvöld í október birtist henni ný freisting, stærri en nokkur önnur, og gjörsamlega ómótstæðileg.
Lerkisalurinn á Hótel Heartwood var steindauður þetta kvöld. Í einum básnum þrætti þreytulegt, miðaldra par í
hálfum hljóðum og án nokkurra tilþrifa. Fastagesturinn Cletus Carnigan sat við endann á barborðinu og horfði
hokinn ofan í bjórglasið sitt.
Allt benti til þess að þetta yrði eitt af mörgum rólegum og tíðindalausum kvöldum. En þá settist hávaxinn, skarpleitur
og herðabreiður maður með úfið, skolleitt hár og há kinn bein á koll við hinn enda barborðsins.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók