Flýtilyklar
WILD ROSE
Lífsförunautur
Lýsing
Miles Halstead hrökk upp með andfælum og settist upp í rúminu. Hundur gelti í grennd. Það var Bruce, border
collie-hundurinn hans.
–Hvað í…?
Miles kveikti á náttlampanum. Bruce stóð við dyrnar að ganginum og ýlfraði. Hann beið spenntur eftir því að
Miles gæfi skipun.
–Sestu, sagði Bruce. –Þegiðu.
Bruce settist og beið.
Miles reyndi að vakna almennilega. Hafði hann ekki heyrt einhvern hávaða? Annan en geltið í Bruce?
Miles tók símann upp. Klukkan var 3:10 að nóttu. Í sama bili gall dyrabjallan tvisvar. Í kjölfarið var bankað
hraustlega á hurðina.
Bruce ýlfraði aftur.
–Bæli, sagði Miles við hundinn. Bruce var frábær náungi.
Hann lallaði að bælinu sínu í horninu og hringaði sig þar.
Miles svipti af sér sænginni, fór síðan í gallabuxur, inniskó og peysu og rölti fram á gang.
Við útidyrnar hikaði hann.
Vitanlega voru afar litlar líkur á því að á pallinum stæði einhver lélegur leikari sem hugðist gera allt vitlaust. Heimabær Miles, Heartwood í Oregon, var skammt undan en þar glímdu menn sjaldan við ofbeldisglæpi. Á Halstead-býlinu
hafði aldrei verið brotist inn á þeim þrjátíu og níu árum sem Miles hafði lifað.
En maður vissi svo sem aldrei hvenær vandræðin
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók