Flýtilyklar
Brauðmolar
Winding Road
-
Uppgjörið
Dagurinn hjá Declan Nash var ekkert sérstakur. Það hellirigndi en ekki nóg með það, gamli og trausti pallbíllinn hafði ákveðið að hætta að vera traustur. –Svona nú, Fiona. Hann strauk mælaborðið og reyndi að lokka bílinn til að hætta að hósta og gefa frá sér óheillavænlegt skrölthljóð. Fordbíllinn Fiona tók ekkert mark á honum. Declan játaði ósigur sinn með því að beygja inn á næstu afrein. Það var bensínstöð við endann á henni og hann ók upp að henni og andvarpaði. –Eftir allt sem við höfum þurft að þola ákveður þú að pakka saman núna? Hér af öllum stöðum? Borgin Kilwin í Tennessee var í klukkustundarfjarlægð frá þeim eftir þjóðveginum sem þýddi að Overlook, heimabærinn hans, var í 80 mínútna akstursfjarlægð í hina áttina. Hann var reyndar ekki á heimleið. Hann var lögreglustjórinn í Wildmansýslu en hér og nú var hann ekkert annað en maður sem var nýkominn í frí. Eða reyndi það að minnsta kosti. Declan andvarpaði inni í bílnum. Dökkblái kúrekahatturinn, sem hann notaði bara á frídögum sem þýddi að hann gekk eiginlega aldrei með hann, lá á farþegasætinu og gerði gys að honum. –Þú verður regnhlíf bráðum, sagði hann við hattinn. Hann steig út og opnaði vélarhlífina. Regnið skemmti sér við að rennbleyta hann á meðan. Reykjamökk lagði upp úr vélinni og hann fann sterka olíulykt. Declan fór að bílstjórahliðinni aftur og sótti símann sinn. Um leið dó á inniljósinu. Straumlaus
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skipt um hlutverk
Sannleikurinn var sá að konan sem var nýkomin í veisluna var ekki héðan en það var ekki allur sannleikurinn. Af hverju var hún komin hingað?
Var hún væntanlegur stuðningsaðili einhverra af góðgerðasamtökunum sem þau unnu með?
Hafði hún komið til að spyrja út í reksturinn á samtökunum Second Wind fyrst þau höfðu flutt starfsemi sína í litla bæinn Overlook í Tennessee?
Var hún fjölmiðlakona? Með einhverjum í veislunni?
Desmond Nash reyndi að halda athyglinni við gestina sem höfðu þyrpst í kringum hann eins og hann væri sýningardýr í dýragarði en það var erfitt að líta af konunni sem gekk um salinn eins og hún væri þaulvön svona atburðum. Desmond fannst hún líkjast sjávardís þegar hann horfði á hana.
Sítt rautt hár sem liðaðist yfir axlirnar og niður á bakið eins og vatnsfall, augabrúnir í stíl og óræð dökk augu sem löðuðu Desmond til sín þó að það væri langt á milli þeirra. Hún var á háum hælum og hann hugsaði að hann þyrfti sennilega að horfa aðeins niður fyrir sig til að horfa í þessi dökku augu.
Áhuginn var ekki bundinn við þetta eingöngu. Hún var sjálfsörugg og þokkafull í hreyfingum. Eins og aðrir í veislunni var hún spariklædd. Svart silkið myndaði andstæðu við fölt og freknótt hörundið, hálsmálið var flegið og efnið lagðist þétt að mjöðmunum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjarvistasönnunin
Julian Mercer þekkti þessa konu ekki neitt en um leið og bláu augun litu á hann vissi hann þrennt um hana.
Í fyrsta lagi að hún bar ósýnilegar en þungar byrðar. Þegar hún gekk eftir garðinum, eftir misstórum steinunum sem höfðu verið lagðir í lóðina til að mynda stíg, var göngulagið þyngslalegra en það hefði átt að vera. Hún var að hugsa um eitthvað og það var henni þungbært. Kurteislegt brosið, sem hún varð að setja upp sem eigandi gistiheimilisins, var þvingað.
Í öðru lagi að eitthvað hafði sært hana. Ekki bara líkamlega, þó að Julian sæi litla en vel greinilega örið á vinstra kinnbeininu. Hann bar sinn skammt af örum og það var kannski þess vegna sem hann fann að það var líka svolítið hik á henni, eins og hana langaði til að hitta hann en vildi samt að hann færi. Að vera kyrr eða leggja á flótta. Julian fannst þetta bæði áhugavert og truflandi.
Í þriðja lagi var ljóshærða ókunnuga konan, sem var á leiðinni til hans, gullfalleg.
Ljósar flétturnar yfir axlirnar glönsuðu í sólinni og hörundið var útitekið. Þessi kona hafði ekki eytt ævinni við skjái heldur utandyra. Tær blá augu virtu hann fyrir sér um leið og honum varð litið á freknurnar á vöngum hennar. Hann efaðist ekkert um að hún væri líka freknótt á handleggjum og fótleggjum sem voru huldir svörtum sokkabuxum og langerma kjól. Hún var í flatbotna skóm en þurfti varla að líta upp til að horfast í augu við hann um leið og hún stoppaði fyrir framan hann.
–Þú ert mjög stundvís hr. Mercer. Hún rétti fram höndina.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Erfið fortíð
Caleb Nash rannsakandi skipti á gallabuxunum fyrir hlaupastuttbuxur og vonaði í lengstu lög að enginn sem hann þekkti sæi hann.
Þetta var einstaklega góður dagur í Overlook, ekki of mikill raki og ekki of mikill hiti heldur. Hann þurfti að þrífa frjókornin af bílnum áður en hann færi í vinnuna nema hann vildi að Jazz, félagi hans, færi að nöldra. Hún minnti hann alltaf á að þau væru fulltrúar löggæslunnar, bílarnir meðtaldir, en það var auðvelt fyrir hana að segja það. Hún ók um á ljótum gráum fólksbíl sem frjókornin sáust ekkert á, svo að ekki sé minnst á að maðurinn hennar var bílasali.
Caleb ók um á gömlum dökkbláum pallbíl sem gulu frjókornin sáust greinilega á og ekki átti hann maka í starfi sem hægt var að njóta góðs af. Sú sem hann var síðast í sambandi með hafði hætt með honum af því að hann var giftur vinnunni og hafði ekki áhuga á öðru hjónabandi. Hennar orð, ekki hans, og hún hafði aldrei verið hrifin af þessum litla bæ. Það síðasta sem hún hefði haft áhyggjur af var að hann æki um á bíl sem var þakinn frjókornum.
Það var þó ekkert miðað við kjaftaganginn ef einhver í bænum sæi einn þríburanna úti að skokka í svona stuttum stuttbuxum.
Þegar fjölskyldan var annars vegar höfðu bæjarbúar nóg til að tala um og hann vildi forðast að bæta berum fótleggjum sínum við það allt saman. Líka forðast að lögreglustjórinn sæi hann því hann fengi að heyra það næstu mánuðina.
Mamma hans hafði kíkt í heimsókn og misst sig í vortiltekt sem hann hafði ekki beðið um en ekki getað stöðvað. Afleiðingarnar voru meðal annars þær að hún hafði hent íþróttafötunum hans.
Núna var hann að setja eyrnatólin í eyrun við endann á Connor’sEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.