Flýtilyklar
Örlagasögur
Arfleifðin
Lýsing
Það var aldrei svona dimmt í Brooklyn. Ef hún hefði verið heima hjá sér hefði Gabby Rousseau getað treyst á götuljós eða bjarma frá búðarglugga, eða eilífan bjarmann frá Manhattan handan ár- innar. En hérna? Í fjöllunum í Colorado? Hún sá ekki þrjá metra fram fyrir sig, jafnvel þótt hún væri með háu ljósin á. Þung ský lokuðu á stjörnurnar og rigningin buldi á þreytta Fordinum hennar.
Hún velti fyrir sér að keyra út í kant og bíða þar til stormurinn gengi yfir en vogaði sér það ekki. Hvað ef dekkin sykkju í leðj- una við hliðina á þessum mjóa vegi sem var þakinn holum? Hvar yrði hún þá? Föst. Í rigningu. Og enginn leigubíll á stóru svæði.