Flýtilyklar
Örlagasögur
Ástaræði
Lýsing
Óvenjulegt orðbragð hennar í réttarsal hafði ekki einungis stefnt fyrirfram unnu máli í tvísýnu heldur fimm ára saksóknaraferli hennar líka. Dómarinn hafði hótað að dæma hana fyrir lítilsvirðingu við réttinn og yfirmaður hennar hótað að víkja henni frá störfum um tíma ef hún léti ekki lítið fyrir sér fara í nokkra daga.
–Þú ert þreytt, hafði hann sagt og það hafði vottað fyrir samúð í röddinni. –Álagið á þessari skrifstofu sligar okkur fyrr eða síðar og þú gerir sjálfri þér engan greiða með því að vinna myrkranna á milli. Hvað er langt síðan þú hefur tekið þér frídag, hvað þá almennilegt leyfi?
Farðu nú burt áður en ég neyðist til að grípa til róttækra aðgerða.
Ava hafði drattast heim. Hún hafði ætlað að drekka og bölva það sem eftir var dags. En móðir hennar hafði alltaf sagt að iðjuleysi væri versti óvinur hennar, jafnvel verri en ýkt viðbrögð, hneykslun og sjálfseyðilegging.
Ava vissi að það myndi ekki stoða neitt að liggja í sjálfsvorkunn heima hjá sér í heila viku. Þess vegna hafði hún rótað í ruslinu uns hún fann boðskortið og svarað því á síðasta augnabliki. Loks hafði hún pakkað ofan í tösku og farið á flugvöllinn þennan sama dag áður en hún fengi tóm til að skipta um skoðun.
Maðurinn með spjaldið brosti og tók upp töskuna hennar. –Er þetta allt og sumt? Bara ein taska?
–Já. Ég heiti Ava.
–Noah Pickett.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók