Flýtilyklar
Örlagasögur
Ástríður í eyðimörkinni
Lýsing
Vaughn var ekki viðkunnanlegur maður. Áður fyrr hafði hann verið fljótari til að brosa og grínast en tólf ár í lögreglunni og þrjú í rannsóknardeild óleystra mála hjá Texaslögreglunni höfðu slípað í burtu alla meðfædda persónutöfra.
Hann var ekki maður sem trúði á nauðsyn þess að viðhafa létt hjal, kurteisi eða láta sem staðan væri öðruvísi en hún var.
Hann var alls ekki maður sem trúði á dáleiðslu jafnvel þó konan sem beitti henni á vitnið á þessari stundu virkaði bæði örugg og fær.
Hann treysti þessu ekki, hvorki henni né því sem hún gerði og hann var meira en lítið ergilegur yfir að vitnið virtist bregðast við undir eins. Hann var ekki lengur eirðarlaus og hrópandi að hann vissi ekkert. Þegar Natalie Torres hafði lokið sér af var hann rólegur og þægilegur.
Vaughn hafði ekki trú á þessu eitt augnablik.
–Ég sagði það, sagði Bennet Stevens og gaf honum olnbogaskot. Bennet hafði verið félagi hans síðastliðin tvö ár og Vaughn líkaði vel við hann. Suma daga. Þetta var ekki þannig dagur.
–Þetta er ekki raunverulegt. Hann er að leika. Vaughn gerði enga tilraun til að lækka röddina. Það var með ráðum gert og hann leitaði vandlega eftir einhverjum viðbrögðum frá vitninu sem átti að heita dáleitt.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók