Flýtilyklar
Örlagasögur
Bærinn við vatnið
Lýsing
Amberly Nightsong fylgdist með börnunum streyma út úr grunnskólanum, alla vega í laginu og að stærð og á litinn, og skreyta
síðasta gras sumarsins þegar þau hlupu að skólarútum og kyrrstæðum bílum sem biðu.
Eins og venjulega fylltist hún væntumþykju þegar hún sá litla,
grannvaxna, dökkhærða strákinn hlaupa í áttina til sín, andlitið var
uppljómað í sælubrosi.
Hann opnaði farþegahurðina, kastaði skærbláa bakpokanum
sínum í aftursætið og settist svo inn í bílinn. –Hæ mamma.
–Hæ Max, hvernig var dagurinn hjá þér? spurði hún og beið
eftir að hann spennti sig niður, ók svo af stað frá gangstéttinni.
–Góður, nema í frímínútunum þegar Billy Stamford kallaði mig
stelpustrák af því að ég er með hálsmen.
Amberly leit á son sinn og hálsfestina sem hún hafði sett um
hálsinn á honum þegar hann var þriggja ára. Þetta var sama festin
og amma Amberly hafði sett um hálsinn á henni þegar hún var
þriggja ára.
Silfuruglan hafði verið hönnuð og handsmíðuð af afa hennar og
var verndargripur gegn hinu illa. Hráskinnsreiminni sem hún hékk
í hafði margoft verið skipt út gegnum árin og þó að Amberly lifði
ekki samkvæmt siðum Cherokeefólksins, forfeðra sinna, hafði
henni fundist að happagripur frá afa hennar, sem var ætlaður sem
verndargripur, myndi ekki koma að sök.
–Sagðir þú honum að þetta væri ekki venjuleg hálsfesti heldur
mjög sérstök verndarfesti? Útskýrðir þú fyrir honum að uglan og
fjallaljónið væru einu skepnurnar sem voru vakandi alla sköpunar