Flýtilyklar
Örlagasögur
Banaráð
Lýsing
Callie Stevens gekk rösklega eftir gangstéttinni í áttina að lögreglustöðinni. Það var fyrsti desember. Byrjunin á uppáhaldsárstímanum hennar. Um nóttina höfðu bæjarstarfsmenn í Rock Ridge, þessum litla bæ í Kansas, hengt rauð og hvít ljós á alla ljósastaurana í miðbænum sem var nú orðinn mjög hátíðlegur. Callie elskaði jólin og var staðráðin að gera vinnustaðinni sinn svolítið hátíðlegan að þessu sinni. Slíkt hafði hingað til verið harðbannað á lögreglustöðinni, þar sem hún var afgreiðslustjóri, því að Mac McKnight fógeti var lítið gefinn fyrir jólaskraut. Henni hitnaði um vanga þegar hún hugsaði um myndarlega fógetann sem hún í huga sér kallaði herra Heitan. Ef jólin í ár yrðu eins og í fyrra myndi Heitur fógeti byrja að vera í vondu skapi í dag og vera það yfir allar hátíðarnar. –Við þurfum nú smá jól, muldraði hún og opnaði bakdyrnar á lögreglustöðinni. Hún var á vakt frá klukkan fjögur síðdegis til miðnættis. Þá kæmi Glenda Rivers að leysa hana af. –Er ekki kalt úti? spurði Johnny Matthews þegar hún kom inn. –Jú, miðað við árstíma, svaraði Callie og hengdi af sér hvítu vetrarkápuna sína. –Er eitthvað að gerast í kvöld?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók