Örlagasögur

Barnshvarfið
Barnshvarfið

Barnshvarfið

Published Apríl 2016
Vörunúmer 324
Höfundur Rita Herron
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

Sage Freeport hét því að treysta karlmanni aldrei aftur.
Ekki eftir meðferðina sem hún hafði fengið hjá Trace Lanier. Loforð um ást og eilífa hamingju... þangað til hún varð ófrísk.
Þá höfðu loforð hans gufað upp, eins og regndropar á sjóðheitri
gangstétt.
Benji sonur hennar, sem var þriggja ára gamall, hafði aldrei hitt
pabba sinn. Hún hafði haft áhyggjur af því að hann hefði enga
karlkyns fyrirmynd og gert sitt besta til að gegna hlutverki beggja
foreldra. Samt gat hún ekki kastað bolta þótt lífið lægi við og lá við
yfirliði við að setja orm á öngulinn ef hún fór til að veiða í tjörninni.
Svo hafði Ron Lewis birst fyrir nokkrum mánuðum og heillað
hana með góðmennsku sinni og greind og komið fram við Benji eins
og hann ætti hann sjálfur.
Augnaráðið hvarflaði að trénu á borðinu sem þau Benji höfðu
skreytt daginn áður. Þau höfðu búið til skraut til að hengja á tréð og
þegar hann var sofnaður um kvöldið hafði hún pakkað gjöfinni hans
inn. Hann yrði í sjöunda himni á jólunum þegar hann fengi boltann og
hanskann sem hann hafði beðið um.
Hún tók plötu með kanilsnúðum út úr ofninum til að láta þá kólna
áður en gestir hennar á gistiheimilinu kæmu á fætur til að fá morgunmat, fór svo upp að athuga um soninn.
Benji var yfirleitt vaknaður um þetta leyti, þvældist fyrir í eldhúsinu þegar hún var að elda, spjallaði og spurði endalausra spurninga og
nældi sér í beikon um leið og hún tók það af pönnunni.
En Benji var ekki í rúminu sínu þegar hún opnaði dyrnar inn til
hans. Nokkur leikföng lágu á gólfinu, merki um að hann hefði farið á
fætur til að leika sér eftir að hún setti hann í rúmið kvöldið áður.
Hún hugsaði með sér að hann væri í einhverjum leik og flýtti sér
inn á baðherbergið.
Hann var ekki þar heldur.
Hún leit undir rúmið hans og hrukkaði ennið. –Benji? Hvar ertu,
elskan?
Ekkert svar.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is