Örlagasögur

Brúðkaup til bjargar
Brúðkaup til bjargar

Brúðkaup til bjargar

Published Janúar 2016
Vörunúmer 321
Höfundur Lisa Childs
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

Einhver vill borga til að láta ráða Parker Payne af dögum.

Parker heyrði fullyrðinguna fyrir sér í huganum en hún var ekki það eina sem bergmálaði í huga hans. Hann var ennþá með hávaðann í eyrunum eftir sprenginguna sem hafði sent hann á sjúkrahús og tvo starfsmenn Payne Protection öryggisfyrirtækisins í líkhúsið.

Hjartað var fullt af sektarkennd og sársauka. Hann hefði átt að vera í jeppanum, ekki Douglas og Terry. Þeir höfðu ekki haft hugmynd um sprengjuna sem var tengd við startarann og stokkið inn í jeppann hans til að sækja hádegismat. Hann hafði hlaupið út til að ná þeim því hann ætlaði að breyta pöntuninni en orðið of seinn. Doug sneri lyklinum og jeppinn sprakk í loft upp, breyttist í haug af glerbrotum og málmbútum. Tveir góðir menn létu lífið og skildu eftir sig elskaðar eiginkonur og börn.

Þetta hefði átt að vera Parker. Það var ekki nóg með að hann ætti hvorki konu né börn til að láta eftir sig heldur var það hann sem einhver vildi feigan.

Hann barðist við sársaukann og uppnámið eftir heilahristinginn sem olli honum dúndrandi höfuðverk og óskýrri sjón. Hann lokaði augunum og reyndi að einbeita sér að samtalinu umhverfis sjúkrarúmið.

Mamma hans nöldraði. –Við ættum að færa þetta samtal fram á gang svo Parker geti hvílt sig. Fingur hennar struku yfir ennið á honum, eins og þegar hann var lítill strákur með hita eða skrámað hné eða þegar pabbi hans dó. Hún hafði alltaf verið til staðar fyrir börnin sín þó að hún sjálf hefði ekki haft neinn til að halla sér að.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is