Flýtilyklar
Örlagasögur
Brúðkaupsferðin
Lýsing
Það small taktfast í lághæluðum götuskóm Cassie Miller á
flísagólfinu á ganginum sem lá að skrifstofu yfirmanns hennar. Þegar rannsakandi hjá FBI var kallaður á skrifstofu Forbes
yfirmanns hafði það yfirleitt í för með sér sambland af spennu
og svolítinn kvíðahroll.
Spennan var miklu meiri en kvíðinn hjá Cassie því hún gat
ekki ímyndað sér neitt sem hún hefði gert til að koma sér í
vandræði. Þetta tæpa ár sem hún hafði starfað á svæðisskrifstofunni í Kansas City, Missouri, hafði hún ekki einu sinni
komist nálægt því að fá áminningu. Cassie gerði sér far um að
fylgja leikreglunum.
Hún var meira en tilbúin fyrir nýtt verkefni. Það voru
nokkrir mánuðir síðan hún hafði gert eitthvað annað en að
skrifa skýrslur og lesa gamlar málsskýrslur til að fá nýtt
sjónar horn á málin. Hún var æst í að komast í einhvern hasar.
Hún hikaði og lagaði kragann á hvítu blússunni sinni undir
létta dökkbláa jakkanum, strauk svo feimnislega niður eftir
þrönga dökkbláa pilsinu til að fullvissa sig um að það væri
ekki krumpað. Henni fannst betra að sýna sína bestu hlið
þegar hún gekk fyrir yfirmanninn.
Hún lagði af stað aftur en sporin urðu svolítið hikandi. Hún
sá manninn sem nálgaðist skrifstofuna úr gagnstæðri átt. Hann
var í þröngum, bláum gallabuxum og bláum stuttermabol sem
lá þétt að breiðum herðum. Göngulagið var kæruleysislegt og
gaf í skyn sjálfsöryggi og kannski svolítinn hroka.
Það var þrennt í lífinu sem Cassie var í nöp við: óreiðu,
bráð læti og sjóðheita manninn sem nálgaðist úr hinni áttinni,
Mick McCane rannsakanda.