Örlagasögur

Dularfulla barnið
Dularfulla barnið

Dularfulla barnið

Published Mars 2019
Vörunúmer 359
Höfundur Tyler Anne Snell
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Ef þetta var Gardner Todd var andlát hans minnsta áhyggjuefni þeirra.
–Ég hugsa að þeir sem þusa yfir réttlætinu á veröndinni heima hjá sér hafi haft rétt fyrir sér í þetta skipti, sagði Matt
eftir stundarþögn. –Sá sem hringdi hefur heyrt byssuskot, ekki hvelli í bíl.
Rannsakandinn átti við Jane, eldri konu sem hafði hringt í lögregluna og svarið að hún hefði heyrt byssuhvelli frá yfirgefnu vöruskemmunni skammt frá heimili hennar. Bæði húsin voru í útjaðri bæjarins Carpenter, Alabama, sem þýddi að lögregla bæjarins þurfti að athuga málið.
Alla jafna hefði Suzy ekki farið í svona útkall og Matt ekki heldur en þau höfðu verið rétt hjá þegar símtalið barst. Hún var
aðstoðarlögreglustjórinn en þörf hennar til að þjóna sýslunni hafði ekkert breyst við stöðuhækkunina. Hún hugsaði nákvæmlega eins og þegar hún var ung og nýbyrjuð í lögreglunni og var stolt af öllum þáttum starfsins, sama hversu smávægilegir þeir voru.
–Guði sé lof fyrir þráðlausa síma, sætt te og nægan frítíma, sagði Suzy. –Ef hún hefði ekki verið að njósna um nágrannana
af veröndinni hjá sér hefðum við kannski aldrei fundið hann.
Hún horfði aftur í kringum sig í gömlu vöruskemmunni. Þar hafði ekki verið rafmagn árum saman og allt atað ryki,

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is