Örlagasögur

Einsetumaðurinn
Einsetumaðurinn

Einsetumaðurinn

Published Maí 2020
Vörunúmer 373
Höfundur Nicole Helm
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Gracie Delaney var ekki hrifin af gælunafninu „Engill dauðans“ en í bænum Bent í Wyoming var það hálfgert réttnefni.
Ef hún birtist á dyrapallinum hjá fólki án þess að gera boð á undan sér vissi það hvað í vændum var.
Hún var ung og ofur venjuleg stúlka, en útlitið blekkti fólk ekki lengur. Hún var dánardómstjóri og meinafræðingur í
Bent. Dauðinn var hennar viðfansgefni.
Skondið. Lífið var miklu erfiðara en dauðinn. Dauðinn var auðveldur og varanlegur. Orsökin var stundum óljós, en þá
ráðgátu leysti Gracie alltaf.
Gracie dæsti þegar hún lagði bílnum á hlaðinu hjá Will Cooper.
Lífið var hins vegar fullt af ráðgátum sem hún gat með engu móti fundið lausn á. Hvers vegna heimsótti hún Will
enn reglulega til þess að kanna hvernig hann hefði það þótt liðin væru tvö ár frá því að hún tilkynnti honum að konan
hans væri látin?
Hún hafði tilkynnt mörgum um andlát náins ættingja á liðnum árum. Viðbrögð margra voru minnisstæð en enginn
nema Will hafði fengið hana til að taka til sinna ráða utan ramma embættisins.
Sennilega var það vegna þess að hann sætti sig ekki við þá skýringu að eiginkonan hefði einfaldlega ekið út af og bíllinn skollið á tré. Hann var sannfærður um að rannsóknarlögregluþjónunum hefði yfirsést eitthvað. Hann hafði hamrað á því að um fólskuverk hefði verið að ræða.
Gracie hafði vorkennt honum og fundið til með honum fyrir að geta ekki sætt sig við sannleikann. Þess vegna hafði hún
veitt honum aðgang að skýrslum sem ekki voru ætlaðar 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is