Örlagasögur

Eldfimt samband
Eldfimt samband

Eldfimt samband

Published Desember 2015
Vörunúmer 320
Höfundur Lisa Childs
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

Sólin skein skært og hvítu múrsteinarnir á kirkjunni glóðu. Þetta var frábær dagur fyrir brúðkaup. Logan Payne gat hins vegar ekki gleymt því að í dag fór líka fram jarðarför. Hann hafði haldið að þegar morðingi föður hans dæi fengi hann sjálfur loksins frið. Hins vegar hafði maðurinn fengið of stuttan dóm og ekki lifað nema í fimmtán ár af dómnum og það var engin sanngirni í því.

Kannski var Logan órólegur því honum fannst þetta óréttlátt.

Eða kannski vegna nýlegra morðtilræða við hann.

Hann bægði óróleikanum frá sér og einbeitti sér að brúðhjónunum. Lyfti hendinni með fuglafræjunum í lófanum og veifaði til yngri bróður síns og nýju konunnar hans. Engir áttu það frekar skilið en þau að verða hamingjusöm, aðallega eftir allt sem þau höfðu þurft að þola til að geta verið saman.

Nikki systir hans leit á hann gegnum tárin sem glitraði á í hlýlegum, brúnum augum hennar. ––Ertu að verða tilfinninganæmur stóri bróðir? spurði hún stríðin. Fjölskyldan stríddi hvert öðru misk unnarlaust.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is