Flýtilyklar
Örlagasögur
Eldsvoði
Lýsing
Það var sama hvað Whitney Barstow reyndi að gleyma atburðinum þegar hún hafði næstum látið lífið í eldsvoðanum en hún gat það ekki. Minningin dofnaði ekki, var alltaf jafn ljóslifandi.
Reykur hafði fyllt lungun, eytt öllu súrefni og hún hafði fengið höfuðverk. Rammur reykurinn lagðist eins og hönd yfir vitin á
henni og því meir sem hún reyndi að draga andann, því þéttara varð takið. Hún hafði reynt að rífa þessa ósýnilegu hönd í burtu, hafði klórað sig, svo enn sáust dauf ör til merkis um örvæntinguna sem hafði gripið hana.
Hún mátti ekki loka augunum án þess að henni fyndist hún komin aftur í hlöðuna. Hurðin var lokuð og þegar neistinn læsti
sig í heyið var eins og sprengja hefði sprungið. Hún heyrði enn hvininn þegar eldtungurnar læstu sig í skraufþurran eldsmatinn.
Og hitinn. Þvílíkur hiti. Það hafði komið fyrir að hún vaknaði kaldsveitt upp af draumi þar sem hún var stödd í miðju eldhafinu.
Tár rann af hvarmi þar sem hún sat og horfði út að hlöðunni á Dunrovin-búgarðinum og minntist þeirra sem höfðu farist í brunanum. Það kæmi enginn í staðinn fyrir Feyki, svarta gæðinginn hennar. Hún mundi ennþá eftir töðuilminum af andardrætti hans og gangmýktinni þar sem hún sat í hnakknum. Lífið yrði aldrei
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók