Flýtilyklar
Örlagasögur
Eldsvoði
Lýsing
Fyrir fimm árum, í Whistler í Norður-Karólínu.
Sjúkrahúsið stóð í björtu báli.
Skelfingaróp heyrðust. Slökkviliðsmenn og bráðatæknar þustu að til að slökkva logana og aðstoða særða og veika og koma þeim í öruggt skjól. Þeir höfðu verið við vinnu sína í hálftíma, alveg síðan viðvörunarbjallan gall.
Hjúkrunarfræðingurinn Peyton Weiss fylgdi síðasta sjúklingnum út af bráðamóttökunni. –Komdu, ljúfan, sagði hún og hjálpaði rosknu konunni að setjast í hjólastól. –Við þurfum að hafa hraðan á.
Litla konan var grátandi og ringluð og hendur hennar skulfu, en Peyton hvíslaði að henni hughreystingarorðum meðan hún ýtti stólnum út um neyðarútganginn. Grasflötin var full af sjúklingum,
áhyggjufullum ættingjum og starfsfólki spítalans, auk fjölmiðlamanna. Hún var hálfgert jarðsprengjusvæði, þakið skelfdu og særðu fólki.
Hjartað sló ört er hún skildi gömlu konuna eftir í höndum bráðatæknis og svipaðist um eftir móður sinni. Margaret Weiss hafði verið lögð inn með lungnabólgu fyrir viku.
Sama dag hafði kona Barrys Inman dáið á bráðadeildinni.
Skelfingu lostin þaut Peyton yfir flötina og kannaði rúm, hjólastóla og börur. Enda þótt starfsfólk spítalans hefði reynt að koma öllum út á skipulegan hátt hafði hálfgerð ringulreið tekið við þegar eldurinn breiddist út.
Hana sveið í augum af völdum reykjarins.
Tvennt hafði þegar fengið alvarleg brunasár.
Kona nokkur öskraði hástöfum. Hún fann ekki barnið sitt.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók