Örlagasögur

Engin grið
Engin grið

Engin grið

Published Júlí 2019
Vörunúmer 363
Höfundur Rita Herron
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Charlotte Reacher vissi hvað það var að vera ein. Að eiga hvorki heimili né fjölskyldu. Að enginn kærði sig um hana.
Að enginn elskaði hana. Þessi einmanaleiki hafði orðið henni hvatning til að hefja listkennslu fyrir táningsstúlkur í Tumbleweed í Texas. Þær fjórar sem nú voru hjá henni voru allar fósturbörn sem þörfnuðust hughreystingar og væntumþykju.
Hún gekk brosandi um vinnustofuna þar sem stúlkurnar sátu á bak við strigana sem voru óðum að breytast er þær máluðu á þá. Fyrst þegar þær komu á vinnustofuna, fyrir einum og hálfum mánuði, höfðu þær málað gráar og dapurlegar myndir sem sýndu örvæntinguna í lífi þeirra.
Það voru ekki allar stúlkur með bikinívöxt, þær höfðu ekki allar áhuga á andlitsfarða, tískublöðum og klappstýrum. Og þær áttu ekki allar foreldra sem höfðu efni á að láta laga galla þeirra.
Þær sjálfsöruggu kunnu að blanda geði við fólk, eignast vini og tjá skoðanir sínar, á meðan aðrar vesluðust upp á sálinni, drógu sig í hlé og þjáðust af litlu sjálfstrausti. Grimmir bekkjarfélagar gerðu illt verra með stríðni og fantaskap, svo
að stúlkurnar urðu sífellt minni í sér með hverju hnjóðsyrðinu sem þær fengu að heyra.
Þannig hafði þetta verið hjá Charlotte sjálfri þegar hún var að alast upp í kerfinu. Fæðingarblettur hafði kallað á

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is