Örlagasögur

Fjandmaðurinn
Fjandmaðurinn

Fjandmaðurinn

Published Ágúst 2020
Vörunúmer 376
Höfundur Nicole Helm
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Jen Delaney þótti vænt um bæinn Bent í Wyoming. Þar var hún fædd og uppalin. Hún naut virðingar í samfélaginu, meðal annars vegna þess að hún rak einu verslunina sem seldi matvörur og aðrar nauðsynjar.
Hún sat á hækjum sér og leit í kringum sig í búðinni, sem hún hafði tekið við þegar hún var átján ára, meðan hún var að fylla í hillurnar. Undanfarinn áratug hafði þessi litla búð verið hennar ær og kýr með sína mjóu ganga og hrærigraut af nauðsynjavörum.
Hún hafði alltaf vitað að hún myndi eyða ævinni hamingjusöm í Bent og búðinni sinni, sama hvað gerðist í kringum hana.
Endurkoma Tys Carsons breytti því ekki, þó að hún færi vissulega í taugarnar á Jen. Til að bæta gráu ofan á svart höfðu
fjölskyldur þeirra tengst á undanförnum mánuðum. Það var sannkallað stórslys.
Laurel, systir hennar, og Grady, frændi Tys, voru orðin hjón.
Það hafði verið áfall og jaðrað við svik, enda þótt erfitt væri að álasa Laurel. Grady var svo skotinn í henni að það var fyndið.
Þau voru ástfangin og hamingjusöm og senn yrðu þau foreldrar.
Jen reyndi að hata þau ekki fyrir það.
Hún gat fyrirgefið Cam, bróður sínum, fyrir að eiga í alvarlegu ástarsambandi við Hilly, sem var líffræðilega af Carsonkyni, en hafði ekki vitað það fyrr en fyrir skemmstu. Þar að auki var Hilly ekkert lík hinum Carsonunum. Hún var indæl og hreinskiptin.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is