Flýtilyklar
Örlagasögur
Gíslataka
Lýsing
Sunnudagur, 21:57
Rafmagnið hafði verið tekið af byggingunni en neyðarljósin nægðu Kelly Evans þegar hún gekk að útgönguljósi sjöttu hæðar- innar. Hjarta hennar sló hratt og hendurnar skulfu. Hvert skref færði hana nær hættu en hún hafði ekki um neitt að velja. Hún varð að bjarga hinum gíslunum.
Hún opnaði dyrnar undir útgönguljósinu og hélt þeim opnum. Þegar hún lokaði dyrunum myndu þær læsast á eftir henni og hún kæmist ekki inn um þær frá stigaganginum.
Hún hélt niðri í sér andanum og lagði við hlustir. Höfðu þeir sett vörð hérna? Var hún að ganga í gildru? Reykur frá sprenging- unni sem lokaði stigaganginum á jarðhæðinni mettaði loftið og erti hálsinn á henni. Hún klemmdi varirnar saman og kæfði hósta sem hefði getað komið upp um staðsetningu hennar.
Hún lokaði dyrunum svo varlega að smellurinn heyrðist varla. Hún steig frá veggnum, hallaði sér fram, greip í handriðið og horfði upp á við. Á hverri hæð var útgönguljós en skuggarnir skekktu allt svo stiginn virtist ná óendanlega langt. Kelly hóf gönguna.
Þegar hún var á milli sjöundu og áttundu hæðarinnar tók hún sér hvíld til að ná andanum. Níunda hæðin var sú hættulegasta. Trask var þar og byssumennirnir. Ef hún kæmist framhjá gæti hún náð alla leið upp á þak.