Örlagasögur

Gíslinn
Gíslinn

Gíslinn

Published September 2019
Vörunúmer 365
Höfundur Rita Herron
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Ég fann pabba þinn.
Dexter Hawk stirðnaði.
Orð Franks Lamar, rannsóknarlögregluþjóns, ómuðu í símanum eins og bjúgverpill úr fjöllunum.
Steven Hawk hafði farið frá búgarði fjölskyldunnar og yfirgefið Dex og fjölskylduna fyrir átján árum, skömmu eftir hvarf
Chrissy, litlu systur Dex. Til hans hafði ekkert spurst síðan.
Dex hafði notfært sér einkaspæjarahæfileika sína við að leita að honum og beðið Lamar, vin sinn, um aðstoð. Lamar var allmörgum árum eldri en hafði tekið Dex undir verndarvæng sinn fyrir löngu og orðið lærifaðir hans.
–Dex? Ertu þarna?
Dexter dæsti. Hann hafði beðið lengi eftir þessu símtali. En af raddblæ Lamars að dæma voru fréttirnar ekki góðar.
–Já. Hvar er hann?
–Við Hvítlyngslæk.
Hvítlyngslæk? Tæpa fimmtíu kílómetra frá Haukahöfn?
Hafði hann verið svona skammt frá þeim allan þennan tíma?
Eða hafði hann loksins ákveðið að snúa heim?
–Talaðirðu við hann?
–Hann getur ekki talað, Dex. Mér þykir fyrir því.
Sviti spratt fram á enninu á Dex. Pabbi hans var dáinn.
Lamar þurfti ekki að segja það berum orðum.
Dex dró andann djúpt. –Ég verð að sjá hann.
–Þú getur farið í líkhúsið. Ég er búinn að hringja á sjúkrabíl.
–Nei, hreyfðu hann ekki úr stað. Ég er á leiðinni.
Hann kippti með sér lyklunum og skundaði að jeppanum 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is