Flýtilyklar
Örlagasögur
Glæpahneigð
Lýsing
Hann var góður maður. Hann trúði á rétt og rangt. Hann trúði því statt og stöðugt að hann væri snjallari, betri og sterkari maður en faðir hans, sem verið var að flytja í öryggisfangelsi einmitt núna vegna ýmissa saka, til dæmis morðtilraunar. Tvíburabróðir Bradys hafði næstum dáið af völdum Ace. Þegar Brady hugsaði um það langaði hann enn frekar til þess að verða drukkinn. Brady óskaði þess að geta treyst því að ekki myndi stafa ógn af Ace Wyatt í framtíðinni. Faðir hans var hvorki ofurmenni né yfirskilvitleg vera, en stundum var eins og karlinn hefði á honum tak, alveg sama hve oft Brady reyndi að fullvissa sig um að svo væri ekki. Allt yrði betra þegar hann færi að vinna aftur. Myrkar hugsanir og hugboð um að dómsdagur væri í aðsigi myndu hverfa þegar hann kæmi til starfa á ný. Það hafði komið sér illa að verða fyrir skoti, en hann hafði tekið hlutverk sitt í löggæslunni í Valiantsýslu í Suður-Dakóta nógu alvarlega til að vita að það var alls ekki óhugsandi að særast eða jafnvel bíða bana við skyldustörf. Hann hafði fengið í sig kúlu þegar hann aðstoðaði við björgun tilvonandi mágkonu sinnar. Það var engin skömm að því og hann iðraðist einskis.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók