Örlagasögur

Glæpaverk
Glæpaverk

Glæpaverk

Published Febrúar 2022
Vörunúmer 394
Höfundur Nicole Helm
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Þú hefur forðast mig. Dev Wyatt leit upp með bjórflöskuna í hendinni og horfði á konuna sem hann hafði vissulega gert sitt besta til að forðast. Hann vissi reyndar ekki hvort hún átti við að hann hefði forðast hana í brúðkaupsveislu bróður hans og fóstursystur hennar núna í kvöld eða bara almennt... því hvorttveggja var rétt. Hann hafði þó sérstaklega gert sér far um að forðast hana núna í kvöld vegna þess að kjóllinn sem hún klæddist sýndi einum of mikið af öllu því sem hann hafði reynt sitt besta til að sjá ekki síðustu árin. Sarah Knight var vægt sagt sjóðandi heit en hann átti ekkert með að taka eftir ólýsanlega flottum líkama hennar sem eldrauður silkikjóllinn gerði lítið annað en að undirstrika enn frekar. Hann átti yfirleitt ekkert með að hugsa um hana en hafði þó um lítið annað hugsað allan síðastliðinn mánuð þar sem hún hafð svo að segja setið um hann. Hún var nágranni hans, fósturdóttir manns sem hafði svo að segja gengið honum í föðurstað, hún var allavega átta árum yngri en hann og í ofanálag voru þau nánir samstarfsfélagar vegna þess að sem nágrannar hjálpuðust þau að við störfin á búgörðunum. Dev fékk sér stóran sopa úr bjórflöskunni og leit síðan á hana þungur á brún. ‒Auðvitað forðast ég þig, Sarah. Þú hefur augljóslega gjörsamlega tapað glórunni og ég er orðinn þreyttur á að verjast stöðugum tilraunum þínum til að fá mig til að fallast á þessa biluðu hugmynd þína.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is