Örlagasögur

Græðgi
Græðgi

Græðgi

Published Júlí 2021
Vörunúmer 387
Höfundur Amanda Stevens
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Nikki Dresden var fegin að hafa ekki bara tekið með sér töskuna sína, heldur einnig vöðlurnar. Líkið flaut á maganum skammt frá bakkanum. Hún reyndi að hugsa sem minnst um krókódílana og snákana sem leyndust inni á milli dúnhamranna sem uxu upp úr grunnu vatninu.

Rotnunarþefur barst að vitum hennar er hún óð út í vatnið og hún þakkaði sínum sæla fyrir að vera með tösku í bílnum sem innihélt föt til skiptanna og strigaskó. Hún var ekki feimin við að afklæðast. Samfestingurinn, sem hún var í þessa stundina, yrði settur í sorpsekk og síðan í loftþéttar umbúðir áður en hann yrði annaðhvort fluttur í þvottahúsið á rannsóknarstofunni eða settur í öflugu þvottavélina hennar á pallinum. Nikki hafði snemma lært í starfi sínu sem réttarmeinafræðingur og líkskoðari Nancesýslu að ef þefur dauðans komst inn í ökutæki var hann þar dögum og jafnvel vikum saman. Nú gerði hún varúðarráðstafanir varðandi alla þætti vinnu sinnar.

Þess vegna hafði hún einmitt varið nokkrum mínútum í að skrifa hjá sér athugasemdir og teikna umhverfið þegar hún kom á staðinn, áður en hún klæddi sig í vinnufötin. Blæbrigði skiptu máli og ekki á minnið treystandi. Jafnvel ljósmyndir gátu gefið villandi hugmynd.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is