Örlagasögur

Hættulegar minningar
Hættulegar minningar

Hættulegar minningar

Published 2. mars 2014
Vörunúmer 299
Höfundur Angi Morgan
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

–Byssa!
Levi Cooper ríkislögreglumaður snéri sér í heilan hring og litaðist
um eftir manneskjunni sem hafði hrópaði þetta og til að fá staðfestingu
á að um byssu væri að ræða. Hann sá ekkert en hann gat ekki
farið að hætta lífi Jolene. Hann færði sig.
–Allir niður!
Þeir fáu sem viðstaddir voru jarðarförina heyrðu viðvörunina og
dreifðust í allar áttir. Allir nema hið raunverulega skotmark.
Hann hljóp því af stað. Hann rann og hrasaði á leið sinni niður
hæð ina, óð drullu í hellidembu og hljóp til að bjarga lífi hennar.
Hann sá að Jolene Atkins stóð enn undir tjaldhimninum sem útfarar
þjónustan hafði komið upp. Stóð enn við hlið kistu föður síns og
axlir hennar hristust eins og hún væri að gráta.
Hún leitaði ekki skjóls.
Levi ýtti blómaskreytingu til hliðar til að komast fyrr til hennar.
Hann hefði átt að hlusta á skynsemina og vera hjá henni allan tímann.
Hann heyrði skot. Valmöguleikar? Annað hvort að fleygja sér í moldina
eða hlaupa eins og þeir sem hann sá útundan sér. Hann henti sér
fram til að ná Jolene niður með sér.
Hann stökk af öllum krafti og lenti harkalega ofan á henni. Hann
reyndi að snúa sér eins og hann mögulega gat til að taka af henni
höggið. Þau runnu eftir gervigrasinu og út í moldina.
Kransar hrundu ofan á kistuna.
Rósir og önnur blóm duttu ofan á þau.
Regnið skall á þeim eins og ísnálar.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is