Örlagasögur

Hálfbróðirinn
Hálfbróðirinn

Hálfbróðirinn

Published Ágúst 2017
Vörunúmer 340
Höfundur Rita Herron
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Ray McCullen hataði öll leyndarmálin og lygarnar.
Hann fyrirleit pabba sinn, Joe McCullen ennþá meira fyrir að neyða sig til að þegja yfir þeim.
Þó að bræður hans, Maddox og Brett, héldu að honum væri ekki annt um fjölskylduna hafði hann þagað til að vernda þá.
Guð mátti vita að sannleikurinn um pabba hans hafði nagað hann.
Núna var hann kominn heim á búgarðinn Horseshoe Creek og beið eftir að pabbi hans dæi, sorgin nagaði hann. Joe McCullen var ekki fullkominn eins og Maddox og Brett héldu að hann væri en Ray elskaði hann samt.
Fjandans.
Væntumþykjan var jafn mikil og hatrið þó að hann vildi það ekki.
Maddox stóð teinréttur á ganginum fyrir framan herbergi pabba síns meðan Brett var inni hjá honum og svipur hans var óræður.
Ray tvísté og svitnaði. Þeir Brett höfðu verið kallaðir á búgarðinn að beiðni pabba þeirra, hann vildi tala við þá báða áður en hann dæi.
Allt í einu opnuðust dyrnar. Brett kom fram, nuddaði augun og þrammaði svo buldi í gólfinu þegar hann hljóp niður tröppurnar. Maddox lyfti brúnum, merki um að það væri komið að Ray sem beit á jaxlinn og gekk inn í herbergið.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is