Flýtilyklar
Örlagasögur
Í tæka tíð
Lýsing
Waylon Fitzgerald trúði því statt og stöðugt að allir menn væru eins þegar um langanir væri að ræða. Fernt þráði fólk
öðru fremur: þokkalegt kynlíf, þægilega fjárhagsstöðu, hamingju og endurgoldna ást. Til allrar lukku hafði hann aldrei verið eins og fólk var flest. Draumar hans voru miklu stærri.
Hann vildi eignast allt þetta og ótal margt fleira. Hann langaði til að ferðast um heiminn, hjálpa fólki í neyð og láta drauma sína rætast. Þokkalegt var honum ekki nóg.
Það heyrðust brak og brestir í heyrnartólum þyrlunnar.
–Hvar viltu að ég lendi?
Flugstjórinn benti út um gluggann á Black Hawk-þyrlunni þegar þeir flugu yfir tjörnina á túninu þar sem mamma hans hafði hestana venjulega á þessum árstíma.
Fólkið hans yrði ekki ánægt með að hann skyldi koma með þyrlu, en vegna hvarfs fyrrverandi konu sinnar hafði hann orðið að taka næsta flug. Svo heppilega vildi til að vinur hans var að flytja frá einni herstöð til annarrar og bauð honum far.
Waylon hafði alltaf notið þess að ferðast í þyrlu. Hann leit út um gluggann og virti fyrir sér Dunrovin-búið og gestabústaðina í kringum stóra íbúðarhúsið.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók