Flýtilyklar
Örlagasögur
Launbrögð
Lýsing
Avery Bolt dró útidyrnar að stöfum á eftir sér og smeygði sér inn í skuggana til þess að geta svipast um í holi neðri
hæðarinnar í gamla húsinu. Hún varð að fara afar gætilega. Eitt feilspor gæti reynst banvænt ef húseigandinn
var vopnaður.
Góða stund stóð hún hreyfingarlaus í myrkrinu og lagði við hlustirnar. Dauðaþögn var í húsinu að undanskildu
suðinu í lofkælingarkerfinu og taktföstu tifi í gamalli afaklukku einhversstaðar skammt í burtu. Ekkert sem benti
til annars en að íbúi hússins væri steinsofandi. Að lokum áræddi Avery að lýsa með litla pennaljósinu út í myrkrið
og lét augun reika yfir víðáttumikið holið. Húsgögnin litu öll sem eitt út fyrir að vera rándýrir forngripir. Öryggis-
kerfi var hvergi sýnilegt. Það var vissulega heppilegt fyrir hana en þó fremur undarlegt í þessu hverfi sem varð að
teljast í fínni kantinum á mælikvarða bæjarins.
Tunglskinið flóði í gegnum glerið í frönsku dyrunum þar sem hún hafði komið inn. Það stirndi á marmarann
í arninum í geislum þess.
Avery læddist á tánum yfir gljáfægt viðargólfið að tvöföldum dyrum sem reyndust liggja inn í minni gestastofu.
Gluggatjöldin voru dregin fyrir gluggana og því kolsvarta myrkur þar inni. Avery staðnæmdist í dyragættinni þegar
geisli vasaljóssins hafnaði á tveimur glitrandi augum.
Hún hrökk við en áttaði sig síðan á að þarna voru tugir postulínsbrúða sem störðu blindandi út í myrkrið að baki
glerinu í ævagömlum glerskáp. Skósíðu blúndukjólarnir og máluðu andlitin löðuðu hana nær og Avery
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók