Örlagasögur

Launsonurinn
Launsonurinn

Launsonurinn

Published Júlí 2017
Vörunúmer 339
Höfundur Rita Herron
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

McCullen-búgarðurinn við Pistol Whip var langt frá því að vera
óskastaður Bretts McCullen.
Hann ók eftir löngu heimreiðinni að Skeifulæk, býli fjölskyldu sinnar, og fann til í fætinum eftir síðustu byltu. Það voru
hans ær og kýr að sitja á hestbaki og taka þátt í kúrekakeppnum
og -sýningum.
En hann var orðinn þrítugur og kannski að verða fullgamall
til að misþyrma afturendanum á sér í hringnum æ ofan í æ. Og í
síðustu viku, þegar hann vaknaði í rúminu hjá einni grúppíunni,
brjóstamikilli ljósku sem hét annaðhvort Brandy eða Fifi, varð
honum ljóst að öllum var í rauninni alveg sama um hann.
Fáir þekktu í raun og veru manninn sem Brett hafði að
geyma.
Ef til vill var það vegna þess að hann var snjall leikari. Hlutverk óþekka stráksins hentaði honum vel. Hann var óttalaus
reiðmaður, töfrandi náungi sem brosti í myndavélina og fékk á
broddinn á hverju kvöldi.
Það var auðveldara en að sýna innri manninn og særast.
Hann slökkti ljósin og starði á íbúðarhúsið um stund. Minningarnar streymdu fram í hugann. Hann sá sjálfan sig og bræður
sína þar sem þeir léku sér, æfðu sig í að snara girðingarstaura,
ríða út á enginu og fara með pabba sínum í nautgriparekstur.
Eldri bróðir hans, Maddox, var sá ábyrgi og eftirlæti föður
þeirra. Ray var tveimur árum yngri en Brett, uppreisnarseggur
og vandræðagripur. Þeim föður hans kom ekki vel saman.
Brett hafði aldrei uppfyllt væntingar pabba síns og að lokum
gefist upp á því að reyna. Lífið átti að vera skemmtilegt, fullt af
kvenfólki, hestamennsku, kúrekasýningum... Alger draumur.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is