Örlagasögur

Lífsháski
Lífsháski

Lífsháski

Published Október 2018
Vörunúmer 354
Höfundur Cynthia Eden
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Haltu þig í burtu frá honum, Jill, sagði amma Jillian West og bandaði höfðinu í átt að löngu timburbryggjunni. Á bryggjukantinum stóð unglingspiltur og horfði út yfir hafið. Hann leit út fyrir að vera á svipuðum aldri en þó líklega ívið eldri en Jill.
−Hann boðar ekkert nema vandræði.
Í augum Jill leit ungi pilturinn ekki út fyrir að boða nein vandræði. Hann var með ljóst, sítt hár og víður stuttermabolur
hans bærðist rólega í golunni.
−Ég skrepp inn í smá stund, sagði amma hennar og klappaði á öxlina á Jill. –Vertu kyrr hérna á meðan.
Amma hennar hvarf inn í litlu minjagripaverslunina skammt frá timburbryggjunni og Jill heyrði hana heilsa vinkonu sinni
áður en hurðin lokaðist á hæla hennar. Amma hennar átti endalaust af vinum í bænum Hope í Flórída. Það var sama hvert
þær fóru, alltaf hitti hún einhvern sem hún kannaðist við. Fótatak Jillian á sandölunum heyrðist varla þegar hún gekk út á
timburbryggjuna og áfram í átt til ljóshærða stráksins. Hún hafði flutt til ömmu sinnar nokkrum vikum áður en hafði þó
ekki fengið tækifæri til að kynnast öðrum unglingum í bænum.
Amma hennar þekkti heil ósköp af fólki en enga á aldri við Jillian. Hún hafði því ekki getað spjallað við aðra þrettán til
fjórtán ára unglinga á meðan hún var að venjast þeim skyndilegu og erfiðu breytingum sem orðið höfðu í lífi hennar eftir að
foreldrar hennar létust.
Skyndilega leit ljóshærði pilturinn um öxl. Jill staðnæmdist í sömu sporum en píndi sjálfa sig til að lyfta hendinni og veifa
klaufalega. Síðan fetaði hún nokkur skref áfram en staðnæmdist aftur þegar hann einblíndi áfram á hana og hallaði undir flatt

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is