Flýtilyklar
Örlagasögur
Martröð
Lýsing
Regnið lenti með þvílíku offorsi á rúðunni að Alyssa Garner hætti næstum því við að fara inn í bankann.
Hún ýtti gleraugunum upp á nefrótina og rýndi út um rúðuna, lagði mat á þessa örfáu metra milli bílhurðarinnar og
skyggnisins yfir dyrum bankans. Ef hún notaði tveggja vikna gamla dagblaðið, sem hún hafði kastað á bílgólfið aftur í, sem
bráðabirgðaregnhlíf yrði hún kannski ekki blaut inn að skinni.
Alyssa virti fötin sín fyrir sér. Hún vann á skrifstofu fyrirtækis Jeffreys&sona og þó að hún væri sú eina sem var ekki í
fjölskyldunni sá hún um rekstur skrifstofunnar að öllu leyti.
Það þýddi að hún var fyrsta manneskjan sem fólk sá þegar það gekk þar inn. Þó að hún væri ekki í ættinni átti hún stóran hlut í fyrstu áhrifunum af litla fyrirtækinu. Þetta þýddi að hún var í vel pressaðri hvítri blússu, þröngu pilsi og svörtum, háhæluðum skóm sem bættu töluverðu við hæðina hjá henni, fatnaði sem passaði ekki við veðrið fyrir utan.
Hún saug neðri vörina og hugsaði með sér hvort hún ætti að fresta bankaferðinni þangað til daginn eftir. Svo andvarpaði hún í uppgjöf. Þó að stærri fyrirtæki þyldu það alveg að leggja ekki inn daglega gat fyrirtæki á borð við Jeffries ekki leyft sér það.
Alyssa tók farsímann upp úr handtöskunni og stakk honum inn undir pilsstrenginn framan á maganum þannig að hann
væri ekki áberandi, stakk peningatöskunni undir annan handlegginn og greip dagblaðið. Hávær þruma reið af en Alyssa
hljóp frá bílnum og að bankanum án þess að vindurinn næði að
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók