Örlagasögur

Minnisleysi
Minnisleysi

Minnisleysi

Published Ágúst 2023
Vörunúmer 412
Höfundur Tyler Anne Snell
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Þeir meðlimir lögregludeildar Dawn héraðs sem voru viðstaddir voru allir sem einn klæddir sínu fínasta pússi
og með kampavínsglas eða bjórflösku í hönd. Chamblin lögreglustjóri stóð í miðjum hálfhringnum sem þeir
mynduðu í miðjum salnum og hóf kampavínsglasið í  skál. –Ská fyrir ævilangri hamingju til handa tveimur bestu
leynilögreglumönnum sem ég hef nokkurn tíma starfað með, drundi í honum þar sem hann reigði sig rjóður í
vöngum og brosandi hringinn. –Skál fyrir okkar manni, Kenneth, og einni uppáhalds samstarfskonu okkar, Willu!
Meðlimir hópsins klingdu saman glösum og hlátrasköll glumdu. Sterling Costner þótti þetta afar áhugaverð og
skemmtileg sjón, ekki síst með hliðsjón af andrúmsloftinu sem ríkt hafði á stöðinni áður en hann yfirgaf starf sitt og
deildina fimm árum áður. Á þeim tíma höfðu alls óskyldar tilfinningar ráðið ríkjum í hópnum. Svik. Reiði. Bugun.
En hér voru þeir allir saman komnir fimm árum síðar og til að fagna giftingu eins úr hópnum. Sterling hafði
tekið sérstaklega eftir hve hvítur Brutus Chamblin var orðinn fyrir hærum. Hann hafði aðeins verið farinn að
grána fimm árum áður en núna var hann orðinn algrár og Sterling fannst hann óeðlilega þreytulegur ásýndum.
–Sterling Costner, að mér heilum og lifandi!
Þeir tókust í hendur en síðan faðmaði Sterling eldri manninn að sér. Honum hafði alla tíð þótt vænt um
lögreglustjórann.
–Ég vissi ekki að þú værir fluttur aftur í bæinn, sagði Brutus og tók ofan kúrekahattinn og lagði að brjósti sér.
Á árum áður höfðu þeir Brutus verið þeir einu á stöðinni sem gengu daglega með kúrekahatt og líkast til var þannig

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is