Flýtilyklar
Örlagasögur
Morðhugur
Lýsing
Jordon James alríkislögreglufulltrúi hataði tvennt... veturinn og morð... og var um það bil að sökkva sér niður í hvort tveggja. Hún hrukkaði ennið og starði út um litla gluggann á þyrlunni sem flutti hana frá Kansas City til ferðamannabæjarins Branson í Missouri.
Þegar þau fóru frá Kansas City hafði jörðin verið vetrarbrún og milt veður. Því miður seig hitamælirinn eftir því sem
þau nálguðust Branson og 10 sentimetra snjólag hafði fallið í bænum um nóttina.
Þyrlan flaug inn til lendingar en Jordon sá fyrir sér strönd og skært sólskin, sólstól og áfengan ávaxtadrykk. Hún hafði
pantað sér langþráð frí í Flórida í lok næstu viku. Vonandi yrði þetta mál í Branson fljótleyst svo hún þyrfti ekki að fresta þessu langþráða fríi.
Hún hafði verið send hingað sem ráðgjafi, sem greiði yfirmannsins við bæjarstjórann í Branson. Það eina sem hún vissi
var að þrjú morð höfðu verið framin á jafnmörgum mánuðum á vinsælu gistiheimili. Nýjasta fórnarlambið hafði verið stungið til bana og þerna hafði fundið líkið í herberginu daginn áður.
Jordon gat alveg unnið með öðrum þegar þess þurfti en kaus að vinna ein. Hún hafði á tilfinningunni að Tom Langford yfirmaður hefði valið hana í starfið vitandi það að hún yrði að reyna að vinna með lögreglustjóra sem vildi örugglega
ekki hafa hana þarna.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók