Örlagasögur

Ógnin
Ógnin

Ógnin

Published Nóvember 2018
Vörunúmer 355
Höfundur Cynthia Eden
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Josh Duvane kom upp úr sjónum, dró munnstykkið út úr sér og ýtti grímunni upp. –Við fundum hana, kallaði hann til hópsins í bátnum.
Hann heyrði að einhver blótaði. Sennilega lögreglustjórinn á staðnum. Josh vissi að hann hafði vonast til að finna fórnarlambið á lífi. Það var ekki svo gott. Josh synti að bátnum. Sjórinn gjálfraði í kringum hann, dökkur og úfinn því það var farið að hvessa. Ef heppnin væri með þeim gætu þeir náð fórnarlambinu upp áður en stormurinn skylli á.
Stórt ef.
Hann greip í stigann aftan á bátnum og hífði sig upp.
–Ertu viss um að þetta sé Tonya? spurði Hayden Black lögreglustjóri og rétti höndina til Josh.
Tonya Myers, 22 ára gamall háskólanemi sem hafði horfið fyrir viku. Jú, hann var því miður viss. –Þetta er hún.
Hann leit aftur ofan í sjóinn. Öldurnar vögguðu bátnum.
Hann þurfti iðulega að fara niður á mikið dýpi starfsins vegna, sem einn af meðlimum úrvalshópsins USERT sem var skammstöfun fyrir neðansjávarleitar- og gagnasöfnunarteymið. Hann leitaði að vísbendingum, sönnunargögnum og á slæmum dögum, eins og í dag, leitaði hann að hinum látnu.
–Þá eru líkin orðin þrjú, sagði Hayden og gnísti tönnum. Það glampaði á ljósa hárið í dvínandi dagsbirtunni. –Þrjú lík á
undanförnum þremur vikum.
Þess vegna var Josh þarna. FBI vissi að þau þurftu að leita raðmorðingja í rólega strandbænum og Josh hafði verið sendur
til að aðstoða liðsmenn FBI á staðnum... og lögreglustjórann.
Leiðir Josh og Hayden höfðu áður legið saman. Einu sinni

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is