Örlagasögur

Óleyst morðmál
Óleyst morðmál

Óleyst morðmál

Published Ágúst 2018
Vörunúmer 352
Höfundur Danica Winters
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Tilfinningin sem hríslast hafði um líkama hans þegar hann fékk útrás fyrir reiði sína í garð líffræðilegs föður síns var ólýsanleg.
Það var sem rafstuð hríslaðist um allan líkama Rainier Fitzgerald og afleiðing þess var afar vel heppnað kjaftshögg. Eitt einasta kjaftshögg en sem kostaði hann ríflega þrjú ár ævinnar auk mörg hundruð þúsund króna sektar og svo að segja allan vinahópinn. Þær stundir komu að hann óskaði þess að hafa gert alvöru úr því að drepa bölvaðan drullusokkinn. Örlítið fastara högg eða nokkur högg til viðbótar og lífi þessa aumingja væri lokið. Rainier iðraðist þess síður en svo að hafa barið föður sinn… hann harmaði einungis að hafa ekki látið af því verða löngu fyrr.
Það ískraði í hjörum fangelsishliðsins þegar það opnaðist hægt og rólega. Rainier hafði kviðið þessum degi allt frá því hann var lokaður inni í þessu helvíti. Hann lygndi aftur augunum og dró djúpt andann í svölu, rykmettuðu andrúmsloftinu.
Eftir þriggja ára fangelsisvist var hann loks frjáls maður að nýju.
Þunnt snjólag á götunum og hreindýrshorn sem stóðu út úr glugga svartrar fólksbifreiðar á planinu fyrir utan fangelsið voru einu merkin um að jólahátíðin nálgaðist. Hornin voru svo fáránlega hallærisleg að hann skellti ósjálfrátt upp úr en hrökk við þegar hann heyrði ráma, framandi hljóðið af eigin hlátri.
Á miða sem límdur var á innanverða framrúðu bifreiðarinnar stóð að hún væri í eigu ríkisfangelsis Montanafylkis.
Rainier leit í kringum sig í von um að koma auga á Wyatt á

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is