Örlagasögur

Smábæjarglæpir
Smábæjarglæpir

Smábæjarglæpir

Published Maí 2018
Vörunúmer 349
Höfundur Danica Winters
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Ekkert gat gert kvenmann jafn hratt og jafn illa brjálaðan og karlmaður var fær um að gera. Sama máli gilti um hryssur og
stóðhesta. Sönnunar fyrir því þurfti ekki að leita lengra en í höltu hryssunni sem var ástæða þess að Bianca var kölluð á
Dunrovin búgarðinn í smábænum Mystery í Montanafylki.
Skjótta hryssan bakkaði afturendanum út í horn á stíunni líkt og eðlisávísunin segði henni að nauðsynlegt væri að verjast en úti í náttúrunni hefði stóðhross hiklaust nýtt sér meiðsl hennar og veikleika til að drepa hana.
Bianca fussaði við tilhugsunina um hve lík dýr og fólk í raun voru. Berstrípuð og nafnlaus, án tengslanets, félagslegs baklands og fjármuna var manneskjan ekkert annað en dýr.
Samkvæmt frú Fitz hafði skjótta hryssan verið í látum og lent í slagsmálum við aðra hryssu. Hryssunum tveimur hafði fram til þessa lynt vel saman innan valdapíramída hópsins en það tók snöggum breytingum þegar grábleiki stóðhesturinn nálgaðist þær um of. Þá höfðu hryssurnar rokið saman og sem endað hafði með því að skjótta hryssan slasaðist illa á fæti. Bianca var ekki viss um hvort leggur hryssunnar var brotinn eða einungis sprunginn en það gæti hún ekki sagt til um án þess að þreifa á honum.
−Sæl, vinan, sagði Bianca í gæluróm um leið og hún opnaðistíuna varfærnislega og fikraði sig síðan rólega nær hryssunni.
Hryssan fnæsti hátt og leit ekki augnablik af Biöncu. Skelfing skein úr augum hennar og óreglulegur andardrátturinn benti til
þess að hún væri bæði hrædd og kvalin. Vinstri leggur hennar

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is