Flýtilyklar
Örlagasögur
Sonur sléttunnar
Lýsing
Roan Whitefeather aðstoðarlögreglustjóri stakk í stúf á landi McCullen-fjölskyldunnar.
En hérna var hann nú samt, úti í horni í brúðkaupsveislu Ray McCullen og Scarlet Lovett. Utangarðsmaður eins og alltaf.
Þrátt fyrir að vera blóðskyldur McCullen-fjölskyldunni. Þrátt fyrir að Joe McCullen væri líka faðir hans.
Hann var einn. Og ætlaði ekki að fara að breyta því.
Maddox, Brett og Ray höfðu ekki hugmynd um að hann væri hálfbróðir þeirra. Hann hafði meira að segja ekki vitað það sjálfur fyrr en fyrir nokkrum mánuðum þegar móðir hans lést og hann fann fjandans fæðingarvottorðið.
Vegna alls þess sem dunið hafði yfir McCullen-fjölskylduna undanfarna viku, tvo eldsvoða á búgarðinum, og þá bombu að Joe ætti son að nafni Bobby með hjákonu sinni, Barböru, ætlaði Roan að halda faðerni sínu leyndu.
Hljóð barst frá hæðinni til hægri og hann snarsnérist. Þeir höfðu ekki enn haft hendur í hári brennuvargsins og þess vegna varð hann að vera á verði. Öll fjölskyldan var í hátíðarskapi og þess vegna ekki með varann á sér. Það gæfi hverjum sem teldi sig eiga harma að hefna tækifæri til að láta til skarar skríða.
Maddox, lögreglustjórinn í bænum og yfirmaður Roans, stóð fyrir framan hópinn á flötinni við lækinn og lyfti kampavínsglasi til heiðurs brúðhjónunum.
Eitt andartak fylltist hann öfund er hann sá Ray kyssa Scarlet og hina bræðurna og konur þeirra samfagna og faðmast.
Það hafði eitt og annað gengið á, en núna voru þau öll ein fjölskylda.
Eina fjölskyldan sem hann hafði kynnst var móðir hans og
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók