Örlagasögur

Systrabönd
Systrabönd

Systrabönd

Published Mars 2022
Vörunúmer 395
Höfundur Elizabeth Heiter
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

„Ég er á lífi.“ Fjögur einföld orð á bréfsnepli. Undirrituð af systur sem Kensie Morgan hafði ekki séð í fjórtán ár. Og þessi bréfsnepill varð til þess að Kensie lagði snarlega upp í fimm þúsund kílómetra ferðalag. Hún hafði skilið eftir skilaboð í talhólfi yfirmanns síns þar sem hún sagðist þurfa stutt frí. Síðan hringdi hún í fjölskyldu sína en þau sýndu þessu lítinn skilning. En í þetta sinn varð Kensie að trúa því að vísbendingin væri raunveruleg. Eftir langt og strangt ferðalag og ótal áningarstaði steig hún loks út úr flugvél í Alaska. Þetta var í byrjun október og hitastigið var miklu lægra en hún hafði reiknað með. Það kólnaði meira að segja enn meir á meðan hún gekk frá leigusamningi á pallbíl áður en hún hélt af stað í norður átt. Bærinn Desparre í Alaska var ekki beint nafli alheimsins og fannst varla á landakortum. Eftir að GPS tækið gafst upp og hún hafði farið ótal krókaleiðir tókst henni loks að finna hann með aðstoð heimafólks sem varð á vegi hennar. Kensie nötraði og skalf þegar hún steig út úr bílnum eftir fjögurra klukkustunda ferðalag. Vetrarjakkinn hennar dugði skammt í þessum kuldanæðingi svo hún lyfti kraganum um leið og sítt hár hennar feyktist fyrir andlitið. Það var engin leið að forðast snjóskaflana svo hún varð að klofast í gegn um þá. Hennar fyrsta verk eftir stutta heimsókn á lögreglustöðina yrði að kaupa ný kuldastígvél.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is