Örlagasögur

Tvöfeldni
Tvöfeldni

Tvöfeldni

Published Maí 2017
Vörunúmer 337
Höfundur Beverly Long
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

mánuði. –Já, en það er mynd í bíó núna sem mig langar mikið til að sjá. Hún hristi höfuðið. –Bull. Þú veist að við Summer horfum yfir  leitt á einhverja rómantíska þvælu á þessum degi og þú veist líka að hún er ekki væntanleg heim úr brúðkaupsferðinni fyrr en á morgun. Þú ert að hlaupa í skarðið. Hann trommaði á eldhúsbekkinn með þumlinum eins og gjarnan þegar hann var strekktur. –Hún var ómöguleg yfir því að vera í burtu. Ég lofaði henni þessu. Summer, tvíburasystir hennar, hafði gifst stóru ástinni sinni, Bray Hollister, fyrir nokkrum mánuðum. Þau höfðu frestað brúð kaupsferðinni þangað til börn Summer gætu tekið sér frí úr skólanum. Bray hafði skipulagt ferðina og Summer gat ekki spillt henni með því að segja honum að hún vildi fara heim degi fyrr. En Summer leið afar illa út af þessu. Þær Trish höfðu rætt málið. Trish hafði fullvissað hana um að allt yrði í besta lagi. Summer hafði verið nógu skynsöm til að nefna ekki að hún ætlaði að fá sér staðgengil. –Systir þín verður reið við mig ef ég geri þetta ekki rétt, sagði Milo. –Hvort ertu hræddur við hana eða kraftakarlinn, eiginmann hennar? –Bæði. Hún brosti. Milo var ekki hræddur við neinn. Frá því að hann hóf störf á kaffihúsinu höfðu þau lent nokkrum sinnum í erfiðleikum með viðskiptavini. Yfirleitt tókst Milo að lempa fólk til, taka utan um það og fylgja því út um dyrnar og fá það til að lofa sér því að koma aldrei aftur. Hann var tilbúinn að verja þau. Einu sinni þegar hann lá á eldhúsgólfinu að gera við eldhústæki hafði hún komið auga á ökkla

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is