Flýtilyklar
Örlagasögur
Týndi bróðirinn
Lýsing
Ryder Banks þurfti að fara í sturtu, fá sér kaldan bjór og leggja sig almennilega.
Þrír mánuðir undir fölsku flaggi höfðu borgað sig. Hann hafði náð mannfjandanum sem skipulagði mansal þar sem unglingsstúlkum var rænt og þær seldar sem kynlífsþrælar.
Sjúkur andskoti.
Hann nuddaði þrútin augun um leið og hann opnaði kofadyrnar. Þungt loft og ryk sem tók á móti honum báru því vitni að hann hafði ekki komið þarna í marga mánuði.
Hann var þreyttur en samt uppspenntur ennþá svo hann sótti bjór í ísskápinn, sparkaði af sér skónum og kveikti á fréttunum.
–Þetta er Maddox McCullen, lögreglustjórinn í Pistol Whip, Wyoming. Fréttamaðurinn benti á hávaxinn, herðabreiðan og
dökkhærðan mann. –Lögreglustjórinn var að handtaka manninn sem var ábyrgur fyrir því að Tyler Elmore, þriggja ára, var rænt og morðinu á móður drengsins, Sondru Elmore. Lögreglustjóri?
–Maðurinn sem við handtókum heitir Jim Jasper og er líka lögreglustjóri, sagði McCullen lögreglustjóri. –Hann játaði
morðið á sig.
–En maðurinn sem var upphaflega ákærður fyrir morðið?
Fréttamaðurinn leit á minnispunktana sína. –Cash Koker, var það ekki?
McCullen kinkaði kolli. –Jasper viðurkenndi einnig að hafa komið sökinni á Koker svo allar ákærur á hendur honum hafa
verið felldar niður. McCullen brosti. –Og svo ég minnist nú á persónulegt mál, við bræðurnir komumst að því að herra Koker, Cash, er bróðir okkar. Honum og tvíburabróður hans var rænt frá fjölskyldunni þegar þeir voru nýfæddir.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók