Flýtilyklar
Örlagasögur
Undir smásjá
Lýsing
Ellý Brannon annaðist útvarpsþátt sem tók við símtölum frá hlustendum í beinni útsendingu. Síðustu þrjú kvöld hafði hún fengið óljós og óskýr símtöl frá nafnlausum hlustanda. Sambandið var mjög lélegt svo hún heyrði varla rödd hans, hvað þá það sem hann hafði að segja. En það var eitthvað ógnvekjandi við tímasetningu þessara símtala og undirtóninn sem skynja mátti með öllum hljóðtruflununum. Ellý sat í öruggu skjóli hljóðstofunnar sem var fullkomlega hljóðeinangruð. Yfirleitt naut hún þess að hlusta á óvenjulegar og skringilegar frásagnir hlustenda sinna. Umræðuefnin voru alls konar. Allt frá yfirnáttúrulegum viðburðum til alls kyns samsæra í stjórnmálum. En ólíkt flestu öðru útvarpsfólki sem stjórnaði spjallþáttum þá neitað Ellý að notast við útsendingarstjóra jafnvel þótt að þættinum hennar, Miðnætti við Echo Lake, væri nú útvarpað á sextíu útvarpsstöðvum vítt og breitt um landið. Ellý hagræddi hljóðnemanum, leit á klukkuna á veggnum og þrýsti svo á hnapp og heilsaði næsta hlustanda. Enn á ný mátti heyra truflanir. –Gott kvöld, þú ert í beinni hjá Ellý Brannon. Skyndilega hurfu truflanirnar og þá mátti greinilega heyra kvenmannsrödd hvísla. –Hann er að koma… Ellý reyndi að láta þetta ekki raska ró sinni. –Það eru svo miklar truflanir á línunni. Getur þú fært þig fjær útvarpstækinu? Röddin dó smám saman út og aftur heyrðist ekkert nema truflanir. Ellý reyndi að stilla tækin og útiloka truflanirnar. –Ertu þarna ennþá? Ekkert. Aðeins dauðaþögn. Hendur Ellýjar nötruðu og hún vissi ekki almennilega hvers
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók