Örlagasögur

Vernd kúrekans
Vernd kúrekans

Vernd kúrekans

Published Apríl 2020
Vörunúmer 372
Höfundur Nicole Helm
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Addie Foster sat í farþegasætinu, horfði út um gluggann og fylgdist með nýjum heimi þjóta hjá. Jackson Hole hafði verið frábrugðinn öllu sem hún hafði kynnst, en Bent í Wyoming var eins og framandi pláneta.

Hún hafði alist upp í hjarta Boston og ævinlega búið í borg.
Stöku sinnum hafði fjölskyldan ferðast til Maine í fríum, notið strandanna og gætt sér á ís.
Þetta var allt annar handleggur. Þetta var ekki einu sinni eins og í gömlu vestrunum sem afi hennar hafði haft yndi af að horfa á. Þá hafði hann rifjað upp bernskuárin sín í Delaneyfjölskyldunni í bænum Bent í Wyoming. Addie hafði ekki veitt frásögnum hans sérstaka eftirtekt.
Nú hugsaði hún um þær.
Seth bærði á sér í bílstólnum í aftursætinu. Addie reyndi að kyngja kekkinum í hálsinum. Systir hennar hafði beðið bana við að reyna að vernda þennan yndislega, litla dreng, og Addie reynt að gæta hans undanfarna níu mánuði.
Faðir drengsins hafði ekki gert þeim lífið létt. Addie hafði tekist að fela Seth í þrjá mánuði áður en Peter Monaghan
fimmti hafði komist að blekkingum systur hennar. Enginn blekkti Peter Monaghan fimmta.
Í hálft ár hafði Addie þvælst um landið uns hana þraut peninga og fölsuð skilríki. Þá hafði hún haft samband við einu 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is